Þjónustusamningur vegna náms barna með lögheimili í Fljótsdalshreppi

Málsnúmer 201910127

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 281. fundur - 22.10.2019

Fræðslunefnd leggur til að gildandi þjónustusamningum um leik-, grunn- og tónlistarskóla við Fljótsdalshrepp verði sagt upp þegar núgildandi samningar renna út í samræmi við ákvæði þar um í samningunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 521. fundur - 13.07.2020

Lögð fram drög að þjónustusamningi vegna náms barna með lögheimili í Fljótsdalshreppi í grunn- leik- og tónlistarksólum Fljótsdalshéraðs. Málið var tekið fyrir í bæjarráði 15. júní og þá fært í trúnaðarmálabók.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir þjónustusamninginn eins og hann liggur fyrir fundinum með þeirri breytingu að þóknun vegna umsýslu verði 5%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.