Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

517. fundur 15. júní 2020 kl. 08:15 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti mál sem varða rekstur sveitarfélagsins á árinu.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202005185

Guðlaugur kynnti drög að rammaáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2021 og þriggja ára áætlun 2022 til 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa framlagðri rammaáætlun til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundir bæjar- og sveitastjóra á Austurlandi

Málsnúmer 202006011

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir Ársala bs 2020

Málsnúmer 202002095

Björn fór yfir umræður á fundinum, svo sem um endurnýjun húsnæðis Ársala í lengjunni við Lagarás og fleira.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

5.Fundargerðir stjórnar Brunavarna á Austurlandi 2020

Málsnúmer 202006064

Lagt fram til kynningar.

6.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2020

Málsnúmer 202006036

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sumarleyfi bæjarstjórnar 2020, verði frá fundi bæjarstjórnar þann 18. júní og til og með 11. ágúst og mun bæjarráð fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður 19. ágúst.

7.Forsetakosningar 27. júní 2020

Málsnúmer 202004031

Lagður fram kjörskrárstofn fyrir Fljótsdalshérað vegna forsetakosninga sem fram fara 27. júní nk.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita kjörskrárstofninn og láta hann liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins samkvæmt reglum þar um.

8.Ársfundur Austurbrúar ses. 2020

Málsnúmer 202006054

Lagt fram fundarboð fyrir ársfund Austurbrúar sem boðaður er 23. júní kl. 13;00.
Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum og að Stefán Bogi Sveinsson verði hans varamaður.

9.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202005214

Bæjarráð samþykkir að eftirtaldir skipi byggingarnefndina: Aðalheiður Björt Unnarsdóttir frá B- lista, Sigrún Hólm Þórleifsdóttir frá D-lista, Björg Björnsdóttir, frá L-lista og Hannes Karl Hilmarsson frá M-lista.
Bæjarstjóri og skrifstofustjóri starfa með nefndinni og kalla hana saman til fyrsta fundar.

10.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

Málsnúmer 202003096

Lagðar fram upplýsingar um aðsókn barna og ungmenna í vinnuskólann í sumar og atvinnuskapandi verkefni sem sett voru af stað í kjölfar Covid 19 faraldursins.

11.Þjónustusamningur vegna náms barna með lögheimili í Fljótsdalshreppi

Málsnúmer 201910127

Fært í trúnaðarmálabók.

12.Egilsstaðaflugvöllur - Ástand og uppbygging

Málsnúmer 202004128

Farið yfir fund með fulltrúum Isavia og bæjarráðs, sem haldinn var í síðustu viku. Þar var farið yfir væntanlegar framkvæmdir og viðhaldsverkefni á Egilsstaðaflugvelli næstu misseri.
Bæjarráð leggur áherslu á að Isavia hraði öllum undirbúningi eins og kostur er svo að sem fyrst geti orðið af framkvæmdum.

Bæjarstjóra falið að hafa samband við Skipulagsstofnun, vegna deiliskipulags flugvallarsvæðisins og eins að hafa samband við Vegagerðina varðandi efnisnámur og framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar næstu misseri.

13.Tesla hleðslustöðvar

Málsnúmer 202002070

Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 11:15.