Egilsstaðaflugvöllur - Ástand og uppbygging

Málsnúmer 202004128

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 510. fundur - 20.04.2020

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma á umbeðnum fundi með fulltrúum sveitarfélagsins og Öryggisnefnd FÍA.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 511. fundur - 27.04.2020

Inn á fjarfund bæjarráðs undir þessum lið komu Ingvar Tryggvason frá ÖFÍA og Ragnar Ragnarsson frá félagi ísl. atvinnuflugmanna, til að fara yfir væntanlegar framkvæmdir og ýmis öryggismál á Egilsstaðaflugvelli.
Ingvar lýsti skoðun flugmanna á núverandi tillögu að deiliskipulagi svæðisins og hvernig vænlegast væri að útfæra svæðið til framtíðar. Lýsti hann ánægju með núverandi áform en lagði mikla áherslu á að flugvöllurinn verði kláraður með gerð samsíða akstursbrautar.
Síðan rætt um kosti flugvallarins og svæðisins þar og lengingarmöguleika
á núverandi flugbraut.
Eftir gott spjall um málið var gestunum þökkuð koman og veittar upplýsingar.
Bæjarráð samþykkir að taka málið upp aftur á næsta fundi sínum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 515. fundur - 25.05.2020

Stefán Bogi fór yfir fundi sem hann sat nýlega varðandi málefni Egilsstaðaflugvallar og upplýsti fundarmenn um umræður þar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Ísavía varðandi boðaða uppbyggingu á Egilsstaðaflugvelli.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 517. fundur - 15.06.2020

Farið yfir fund með fulltrúum Isavia og bæjarráðs, sem haldinn var í síðustu viku. Þar var farið yfir væntanlegar framkvæmdir og viðhaldsverkefni á Egilsstaðaflugvelli næstu misseri.
Bæjarráð leggur áherslu á að Isavia hraði öllum undirbúningi eins og kostur er svo að sem fyrst geti orðið af framkvæmdum.

Bæjarstjóra falið að hafa samband við Skipulagsstofnun, vegna deiliskipulags flugvallarsvæðisins og eins að hafa samband við Vegagerðina varðandi efnisnámur og framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar næstu misseri.