Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

511. fundur 27. apríl 2020 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti þau fyrir bæjarráði.

2.Stjórn SSA, fundargerðir 2020

Málsnúmer 202004137Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir stjórnar SSA frá 28. janúar og 10. mars 2020.

3.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Björn upplýsti bæjarráð um það helsta sem rætt var á fundi almannavarnarnefndar og stöðuna í umdæmi nefndarinnar.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

4.Egilsstaðaflugvöllur - Ástand og uppbygging

Málsnúmer 202004128Vakta málsnúmer

Inn á fjarfund bæjarráðs undir þessum lið komu Ingvar Tryggvason frá ÖFÍA og Ragnar Ragnarsson frá félagi ísl. atvinnuflugmanna, til að fara yfir væntanlegar framkvæmdir og ýmis öryggismál á Egilsstaðaflugvelli.
Ingvar lýsti skoðun flugmanna á núverandi tillögu að deiliskipulagi svæðisins og hvernig vænlegast væri að útfæra svæðið til framtíðar. Lýsti hann ánægju með núverandi áform en lagði mikla áherslu á að flugvöllurinn verði kláraður með gerð samsíða akstursbrautar.
Síðan rætt um kosti flugvallarins og svæðisins þar og lengingarmöguleika
á núverandi flugbraut.
Eftir gott spjall um málið var gestunum þökkuð koman og veittar upplýsingar.
Bæjarráð samþykkir að taka málið upp aftur á næsta fundi sínum.

5.Sumarlokun bæjarskrifstofu

Málsnúmer 201703184Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skrifstofa Fljótsdalshéraðs verði lokuð frá mánudeginum 20. júlí og til og með föstudeginum 31. júlí.

6.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.

Málsnúmer 202004162Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta fara yfir málið innan stjórnsýslu sveitarfélagsins og taka það síðan aftur fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.