Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

512. fundur 04. maí 2020 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins fyrstu mánuði ársins og kynnti fyrir bæjarráði.
Einnig lögð fram tilkynning frá Jöfnunarsjóði, varðandi skerðingu á áætluðum greiðslum á framlögum sjóðsins til sveitarfélaga vegna tekjufalls sjóðsins.

2.Stjórn Sambands íslenskra sveitafélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 202002016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Farið yfir málefni sem rædd voru á fundinum.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

4.Stjórn Vísindagarðsins ehf, fundargerðir 2020

Málsnúmer 202002074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til bréfs kærunefndar útboðsmála, dags. 27.04.2020, þar sem fram kemur að ákvörðun Ríkiskaupa f.h. Fljótsdalshéraðs í örútboði 21142 hafi verið kærð af Arkþing/Nordic ehf., óskar Fljótsdalshérað eftir því að Ríkiskaup taki til varnar í málinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

Málsnúmer 202003096Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Egilsstaðaflugvöllur - Ástand og uppbygging

Málsnúmer 202004128Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

8.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 201709008Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

9.Borgarfjarðarvegur, Eiðar - Laufás

Málsnúmer 202004201Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að veitt hefur verið fjármunum til framkvæmda við veginn Eiðar - Laufás leggur Fljótsdalshérað á það áherslu að Vegagerðin ljúki sem fyrst hönnun veghlutans þannig að til framkvæmda geti komið á yfirstandandi ári. Óskað er eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar og fulltrúum Borgarfjarðarhrepps sem fyrst þar sem staða þessa máls verði rædd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.

Málsnúmer 202004162Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að umsögn. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma henni á framfæri.

11.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna, 715. mál.

Málsnúmer 202004200Vakta málsnúmer

Í vinnslu og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

12.Yfirlit yfir viðauka 2020,

Málsnúmer 202004130Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki 3 við fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar verði samþykktur, með fyrirvara um endanlega afgreiðslu bæjarstjórnar Seyðisfjarðar á fyrirliggjandi skjali.

Fundi slitið - kl. 10:00.