Eftirfarandi tillaga lögð fram: Í ljósi þess að veitt hefur verið fjármunum til framkvæmda við veginn Eiðar - Laufás leggur Fljótsdalshérað á það áherslu að Vegagerðin ljúki sem fyrst hönnun veghlutans þannig að til framkvæmda geti komið á yfirstandandi ári. Óskað er eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar og fulltrúum Borgarfjarðarhrepps sem fyrst þar sem staða þessa máls verði rædd.
Inn á fundinn undir þessum lið komu Sveinn Sveinsson frá Vegagerðinni og Jakob Sigurðsson frá Borgarfjarðarhreppi, til að fara yfir stöðuna á þessari framkvæmd. Sveinn fór yfir stöðuna á undirbúningi verksins og áætlun um framgang þess á næstu misserum. Þar er miðað við að haga undirbúning þannig að hægt verði að bjóða út framkvæmdir í síðasta lagi apríl - maí á næsta ári 2021. Einnig rætt um þau tímamörk sem fram koma í þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak og hvort fjármagnið verði mögulega tekið í önnur verk, takist ekki að ljúka hönnun, undirbúningi og útboði verksins fyrir þau tímamörk. Fram kom að framkvæmdaáætlun verksins hefur legið fyrir um nokkra hríð og ekki verið gerð athugasemd við hana að hálfu yfirvalda. Sveitarfélögin og Vegagerðin eru sammála um að halda áfram samskiptum varðandi framgang verksins.
Kynntar frekari upplýsingar frá Vegagerðinni varðandi framkvæmdir og fjármögnun Borgarfjarðarvegar frá Eiðum að Laufási. Fram kom að úr sérstöku flýtifjármagni á þessu ári er veitt 30 milljónum í hönnun þessa vegar, en gert er ráð fyrir fjármagni til framkvæmda á árunum 2021 og 2022.
Í ljósi þess að veitt hefur verið fjármunum til framkvæmda við veginn Eiðar - Laufás leggur Fljótsdalshérað á það áherslu að Vegagerðin ljúki sem fyrst hönnun veghlutans þannig að til framkvæmda geti komið á yfirstandandi ári. Óskað er eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar og fulltrúum Borgarfjarðarhrepps sem fyrst þar sem staða þessa máls verði rædd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.