Fjármálastjóri fór yfir frumdrög og ýmsar forsendur að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022 - 2024. Reiknað er með að rammaáætlun liggi fyrir fyrstu vikurnar í júní. Að öðru leyti í vinnslu.
Guðlaugur fór yfir samantekin drög að rammaáætlun Fljótsdalshéraðs 2021, eftir að nefndir hafa skilað inn sínum áætlunum. Einnig farið yfir nokkrar breytingatillögur að framkvæmdaplani næstu ára, eins og umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur sett þær fram. Gert er ráð fyrir að Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Djúpavogshreppur vinni einnig sambærilegar rammaáætlanir hvert fyrir sig, en síðan verði þeim steypt saman í eina áætlun á haustmánuðum. Áætlunin er áfram í vinnslu og verður lögð fram tillaga á næsta fundi bæjarráðs.
Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2021 og þriggja ára áætlunar 2022 til 2024.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.
Reiknað er með að rammaáætlun liggi fyrir fyrstu vikurnar í júní.
Að öðru leyti í vinnslu.