Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202005214

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 316. fundur - 03.06.2020

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, Björg Björnsdóttir og Gunnhildur Ingvarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að skipa byggingarnefnd menningarhúss sem skipuð verði fulltrúum allra framboða er eiga fulltrúa í bæjarstjórn. Bæjarstjóri og skrifstofustjóri skulu starfa með nefndinni og kalla hana saman til fyrsta fundar. Þá skal nefndin kalla til samráðs forstöðumenn stofnana er tengjast munu menningarhúsinu auk yfirmanns eignasjóðs og annars starfsfólks sveitarfélagsins eftir því sem þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 517. fundur - 15.06.2020

Bæjarráð samþykkir að eftirtaldir skipi byggingarnefndina: Aðalheiður Björt Unnarsdóttir frá B- lista, Sigrún Hólm Þórleifsdóttir frá D-lista, Björg Björnsdóttir, frá L-lista og Hannes Karl Hilmarsson frá M-lista.
Bæjarstjóri og skrifstofustjóri starfa með nefndinni og kalla hana saman til fyrsta fundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 519. fundur - 29.06.2020

Farið yfir drög að samningi við Landsvirkjun varðandi væntanlega leigu á hluta af húsnæði menningarhússins til sýningarhalds.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni umboð til að ganga frá samningnum í samræmi við það sem fram kom á fundinum og undirrita hann síðan fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 520. fundur - 06.07.2020

Lögð fram fundargerð byggingarnefndar menningarhúss og hún staðfest.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 524. fundur - 31.08.2020

Björn fór yfir málefni fundarins með bæjarráði og upplýsti um gang mála.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 526. fundur - 14.09.2020

Lagt fram og staðfest erindisbréf fyrir byggingarnefnd Menningarhúss á Egilsstöðum. Einnig kynnti Björn undirbúningsvinnu við framkvæmdina og möguleg næstu skref.