Bæjarráð Fljótsdalshéraðs
2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 135
Málsnúmer 2006012F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps leggur hér fram tillögu að breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026. Lagðar eru fram tillögur að tveimur breytingum samhliða. Breytingarnar eru vegna fyrirhugaðrar Þverárvirkjun og lagningu Vopnafjarðarlínu 1 í jörð yfir Hellisheiði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarráð ekki athugasemd við áform sem koma fram í breytingartillögunni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Umsókn um skráningu lóða úr landi Eyjólfsstaðaskógar, lóð 1.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að heimila skiptingu á lóð 1 í samræmi við gögn málsins.
Bent er á að með samþykki er ekki verið að heimila uppbyggingu á lóð 1a og 1b. Það kemur til síðari umfjöllunar og á því verður tekið í breytingu á deiliskipulagi sem er í vinnslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð óverulega breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis í samræmi við gögn fundarins. Lagt er til að málsmeðferð verði í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
3.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir
4.Byggingarnefnd menningarhúss
5.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020
6.Fundargerðir Ársala bs 2020
7.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar, Lyngás Guesthouse
8.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar, Farfuglaheimilið Húsey
9.Hvatningarátakið Takk fyrir að vera til fyrirmyndar
Fundi slitið - kl. 10:30.
Anna Alexandersdóttir formaður bæjarráðs var í símasambandi við fundinn og fól hún Stefáni Boga Sveinssyni fundarstjórn.