Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

519. fundur 29. júní 2020 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, skv. bókun bæjarstjórnar frá fundi hennar 18. júní 2020.

Anna Alexandersdóttir formaður bæjarráðs var í símasambandi við fundinn og fól hún Stefáni Boga Sveinssyni fundarstjórn.

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins og fór yfir nokkur fjármálatengd mál með bæjarráði.
Með hliðsjón af fyrirsjáanlega lægri tekjum sveitarfélagsins á þessu ári, vegna Covid 19 faraldursins, hvetur bæjarráð forstöðumenn deilda og stofnana sveitarfélagsins til að huga vel að, hér eftir sem hingað til, að halda sig innan ramma varðandi laun og annan rekstrarkostnað.

Björn Ingimarsson kynnti viðauka við samning við Hött vegna breytinga á verkliðum, varðandi framkvæmdir við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Fjárhæð samningsins er hin sama og áður að teknu tilliti til vísitölubreytinga. Stefnt er að því að Höttur afhendi sveitarfélaginu nýbygginguna við íþróttamiðstöðina til rekstrar í byrjun ágúst.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita viðaukann fh. sveitarfélagsins.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 135

Málsnúmer 2006012F

Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps leggur hér fram tillögu að breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026. Lagðar eru fram tillögur að tveimur breytingum samhliða. Breytingarnar eru vegna fyrirhugaðrar Þverárvirkjun og lagningu Vopnafjarðarlínu 1 í jörð yfir Hellisheiði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarráð ekki athugasemd við áform sem koma fram í breytingartillögunni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsókn um skráningu lóða úr landi Eyjólfsstaðaskógar, lóð 1.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að heimila skiptingu á lóð 1 í samræmi við gögn málsins.
    Bent er á að með samþykki er ekki verið að heimila uppbyggingu á lóð 1a og 1b. Það kemur til síðari umfjöllunar og á því verður tekið í breytingu á deiliskipulagi sem er í vinnslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð óverulega breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis í samræmi við gögn fundarins. Lagt er til að málsmeðferð verði í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

3.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017

Björn fór yfir umfjöllun fundarins og upplýsti um þau mál sem verið er að fjalla um og bregðast við.

4.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202005214

Farið yfir drög að samningi við Landsvirkjun varðandi væntanlega leigu á hluta af húsnæði menningarhússins til sýningarhalds.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni umboð til að ganga frá samningnum í samræmi við það sem fram kom á fundinum og undirrita hann síðan fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020

Málsnúmer 202002121

Fyrir fundinum lágu breytingatillögur við stofnsamning Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. Tillögurnar voru samþykktar á stjórnarfundi safnsins og í framhaldinu sendar aðildarfélögunum til skoðunar. Þær verða teknar til afgreiðslu á aðalfundi Héraðsskjalasafnsins í nóvember nk.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við breytingatillögurnar.

6.Fundargerðir Ársala bs 2020

Málsnúmer 202002095

Lagt fram til kynningar.

7.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar, Lyngás Guesthouse

Málsnúmer 202005184

Frestað.

8.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar, Farfuglaheimilið Húsey

Málsnúmer 202005141

Frestað.

9.Hvatningarátakið Takk fyrir að vera til fyrirmyndar

Málsnúmer 202006133

Björn fór yfir hugmyndir um þátttöku Fljótsdalshéraðs í verkefninu og kynnti fyrir bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í því, en bendir verkefnisstjórn á að umrædd aldreifing með Morgunblaðinu þann 17. júní með á kynningu á verkefninu, náði ekki til allra landsmanna og telur að betur hefði mátt standa að þeim þætti.

Fundi slitið - kl. 10:30.