Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 135

Málsnúmer 2006012F

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 519. fundur - 29.06.2020

Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps leggur hér fram tillögu að breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026. Lagðar eru fram tillögur að tveimur breytingum samhliða. Breytingarnar eru vegna fyrirhugaðrar Þverárvirkjun og lagningu Vopnafjarðarlínu 1 í jörð yfir Hellisheiði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarráð ekki athugasemd við áform sem koma fram í breytingartillögunni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsókn um skráningu lóða úr landi Eyjólfsstaðaskógar, lóð 1.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að heimila skiptingu á lóð 1 í samræmi við gögn málsins.
    Bent er á að með samþykki er ekki verið að heimila uppbyggingu á lóð 1a og 1b. Það kemur til síðari umfjöllunar og á því verður tekið í breytingu á deiliskipulagi sem er í vinnslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð óverulega breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis í samræmi við gögn fundarins. Lagt er til að málsmeðferð verði í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.