Umhverfis- og framkvæmdanefnd

135. fundur 24. júní 2020 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að bæta við tveimur dagskrárliðum, númer 6 og 7 við dagskrá.
Samþykkt samhljóða.

1.Selskógur deiliskipulag.

Málsnúmer 201606027Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi Selskógar til umfjöllunar.

Farið yfir stöðu deiliskipulags Selskógar, deiliskipulag er að mestu tilbúið.

Í vinnslu.

2.Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps og deiliskipulag Þverárvirkjunar, vinnslutillögur.

Málsnúmer 202006068Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn leggur hér fram tillögu að breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026. Lagðar eru fram tillögur að tveimur breytingum samhliða. Breytingarnar eru vegna fyrirhugaðrar Þverárvirkjun og lagningu Vopnafjarðarlínu 1 í jörð yfir Hellisheiði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við áform sem koma fram í breytingartillögunni

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Beiðni íbúa í Kelduskógum og Litluskógum um að lokað verði fyrir hringakstur í hverfinu.

Málsnúmer 202006029Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnu milli funda varðandi ósk íbúa og umferðaröryggi á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að beiðni verði tekin upp í endurskoðun umferðaröryggisáætlunar sem á að ljúka fyrir lok árs 2021, þar sem skoðaðar verði útfærslur á götu miðað við óskir íbúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Vararafstöð fyrir fjarskipti við Þverkletta 3.

Málsnúmer 202006081Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingu vararafstöðvar fyrir fjarskipti við Þverkletta 3.

Máli frestað.

5.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Eyjólfsstaðaskógar 1.

Málsnúmer 202006051Vakta málsnúmer

Umsókn um skráningu lóða úr landi Eyjólfsstaðaskógar, lóð 1.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili skiptingu á lóð 1 í samræmi við gögn málsins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að með samþykki er ekki verið að heimila uppbyggingu á lóð 1a og 1b. Það kemur til síðari umfjöllunar og er tekið á í breytingu á deiliskipulagi sem er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Lóðamál Miðvangi 13.

Málsnúmer 202003078Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis í samræmi við gögn fundar.

Lagt er til að málsmeðferð verði í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Breyting á lóðamörkum við Ekkjufelssel (Herðir).

Málsnúmer 202006120Vakta málsnúmer

Ósk frá eigendum húsnæðis Ekkjufellssel fiskþurrkun um breytingu á lóðamörkum, stækkun.

Máli frestað.


Fundi slitið - kl. 18:00.