Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir umræður á fundinum og kynnti fyrir fundarmönnum.
Fram kom m.a. í fundargerð stjórnar Ársala að leita skuli tilboða í hönnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Lagarás 21-33 að fengnu samþykki aðildarsveitarfélaga fyrir því að ráðist skuli í umræddar framkvæmdir.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að leitað verði tilboða í hönnun og að sá verkþáttur verði unninn. Bæjarráð leggur til að stjórn Ársala verði falið að kanna með mögulega aðkomu félagsmálaráðuneytis og/eða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að verkefninu og er niðurstaða úr þeirri vinnu liggur fyrir, sem og hönnunar, verði unnin kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina í heild sem verði lögð fyrir sveitarstjórnir til afgreiðslu áður en lengra verði haldið.