Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

502. fundur 24. febrúar 2020 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Björn Ingimarsson og Guðlaugur Sæbjörnsson fóru yfir mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins og kynntu bæjarráði stöðuna.

2.Undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar

Málsnúmer 201911041

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir stjórnar HEF - 2020

Málsnúmer 202001052

Lagt fram til kynningar.

4.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar Brunavarna á Héraði 2020

Málsnúmer 202002093

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Ársala bs 2020

Málsnúmer 202002095

Lagt fram til kynningar.

7.Almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitafélaga - Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019

Málsnúmer 201903115

Lagt fram til kynningar.

8.Niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna FOSA um verkföll

Málsnúmer 202002094

Lögð fram niðurstaða í atkvæðagreiðslu félagsmanna FOSA, varðandi verkfallsboðun þeirra starfsmanna. Þar kemur fram að komi til verkfalla verður fyrsti verkfallsdagur 9. mars.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

9.Niðurstaða örútboðs á raforku

Málsnúmer 202002098

Fljótsdalshéraði hefur borist tillaga að vali á bjóðenda í útboði nr. 21075. Fljótsdalshéraða hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val útboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.

10.Samráðsgátt, reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns

Málsnúmer 202002076

Frestað.

11.Eignarhald og nýting fasteigna, frumvarp í samráðsgátt

Málsnúmer 202002072

Bæjarráð tekur undir umsögn Sambandsins um frumvarpið og telur að fyrirliggjandi frumvarp geti verið góður grundvöllur til málefnalegrar umfjöllunar um hvaða takmarkanir sé rétt að gera varðandi eignarhald á bújörðum.

12.Samráðsgátt, drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 202002079

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs lýsir sig fylgjandi þeim áherslum í frumvarpinu er lúta að breytingum á sveitarstjórnarlögum er hafa þann tilgang að stuðla að hvötum til frjálsra sameininga sveitarfélaga. Má þar sérstaklega nefna þá áherslu að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði gert mögulegt að veita aðstoð vegna sameininga í sjö ár í stað fimm sem og að heimildir sveitarfélaga til að halda fjarfundi verði víkkaðar frá því sem nú er.
Hvað varðar bráðabirgðaákvæði í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem hefur þann tilgang að veita Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heimild til að halda eftir einum milljarði árlega og safna í sjóð til að styðja við sameiningu sveitarfélaga, leggur bæjarráð Fljótsdalshéraðs til að árleg framlög til Jöfnunarsjóðs verði aukin sem þessu nemur svo þessi aðgerð leiði ekki til skertra almennra framlaga úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 09:45.