Bæjarráð Fljótsdalshéraðs lýsir sig fylgjandi þeim áherslum í frumvarpinu er lúta að breytingum á sveitarstjórnarlögum er hafa þann tilgang að stuðla að hvötum til frjálsra sameininga sveitarfélaga. Má þar sérstaklega nefna þá áherslu að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði gert mögulegt að veita aðstoð vegna sameininga í sjö ár í stað fimm sem og að heimildir sveitarfélaga til að halda fjarfundi verði víkkaðar frá því sem nú er. Hvað varðar bráðabirgðaákvæði í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem hefur þann tilgang að veita Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heimild til að halda eftir einum milljarði árlega og safna í sjóð til að styðja við sameiningu sveitarfélaga, leggur bæjarráð Fljótsdalshéraðs til að árleg framlög til Jöfnunarsjóðs verði aukin sem þessu nemur svo þessi aðgerð leiði ekki til skertra almennra framlaga úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga.