Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF mætti undir þessu lið og fór yfir hugmyndir að ljósleiðaralögnum í dreifbýli Fljótsdalshéraðs og kostnað við þær samkvæmt nýjustu endurskoðuðum áætlunum. Rætt um ýmsa möguleika sem þarf að skoða áður en verkefnið heldur áfram. Bæjarstjóra og hitaveitustjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og funda með Fjarskiptasjóði um framhald verkefnisins. Einnig var farið yfir nokkur önnum mál sem fram koma í fundargerð stjórnar HEF. Aðalsteini svo þökkuð koman og veittar upplýsingar.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
Efni fundargerðanna rætt nokkuð. Bæjarráð óskar eftir því að formaður og framkvæmdastjóri HEF komi til fundar með bæjarráði, til að fara yfir og ræða framkvæmdir varðandi ljósleiðaravæðingu dreifbýlis sveitarfélagsins.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar að öðru leyti.
Rætt um ýmsa möguleika sem þarf að skoða áður en verkefnið heldur áfram.
Bæjarstjóra og hitaveitustjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og funda með Fjarskiptasjóði um framhald verkefnisins.
Einnig var farið yfir nokkur önnum mál sem fram koma í fundargerð stjórnar HEF.
Aðalsteini svo þökkuð koman og veittar upplýsingar.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.