Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

518. fundur 22. júní 2020 kl. 08:15 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir og kynnti mál sem varða rekstur sveitarfélagsins.

2.Fundargerðir stjórnar HEF - 2020

Málsnúmer 202001052

Lögð fram fundargerð stjórnar HEF ehf. frá 11. júní 2020.

3.Stjórn Sambands íslenskra sveitafélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 202002016

Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. júní.

4.Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021

Málsnúmer 202006069

Lagt fram bréf, dagsett 16. júní 2020, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum mun fasteignamat atvinnuhúsnæðis, sem erindið snýr einkum að, lækka milli áranna 2020 og 2021, á Fljótsdalshéraði og þar með fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

5.Hálendi Austurlands- ályktun aðalfundar Landverndar 2020

Málsnúmer 202006070

Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar Landverndar 2020 um vernd hálendis Austurlands, dagsett 12. júní 2020.

6.Hluthafafundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2020

Málsnúmer 202006074

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð beinir því til stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella að boða til hluthafafundar. Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að mæta á hluthafafund í Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um leyfi til að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum

Málsnúmer 202006050

Lögð fram umsókn dagsett 10. júní 2020 frá Akstursíþróttaklúbbnum Start um að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum 4. júlí 2020.

Bæjarráð, með vísan til fullnaðarafgreiðsluheimildar sem veitt var á fundi bæjarstjórnar 18. júní 2020, samþykkir að veita umbeðið leyfi með þeim fyrirvara að allra nauðsynlegra leyfa og trygginga verði aflað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 09:00.