Efni fundargerðanna rætt nokkuð. Bæjarráð óskar eftir því að formaður og framkvæmdastjóri HEF komi til fundar með bæjarráði, til að fara yfir og ræða framkvæmdir varðandi ljósleiðaravæðingu dreifbýlis sveitarfélagsins.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar að öðru leyti.
Farið yfir fund með fulltrúum Vegagerðarinnar sem haldinn var í síðustu viku, þar sem lega Fjarðarheiðarganga var m.a. rædd. Bæjarráð leggur til að skipaður verði starfshópur með fulltrúum frá öllum framboðum í bæjarstjórn, sem hefði það hlutverk að móta afstöðu sveitarfélagsins varðandi legu Fjarðarheiðarganga og vegtenginga í tengslum við þau.
4.Ábending fá Búnaðarsambandi Austurlands vegna Covid-19
Farið yfir erindi frá Búnaðarsambandi Austurlands, varðandi eldra fólk í dreifbýli. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Almannavarnarnefndar og til félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
Björn fór yfir nokkrar tillögur að framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og Hitaveitunnar, sem mögulega væri hægt að flýta til að vinna á móti samdrætti í atvinnu á svæðinu í kjölfar Covid 19. Fram kom að ekki er gert ráð fyrir að draga úr þeim framkvæmdum sem eru tilteknar í fjárhags- og framkvæmdaáætlun Fljótsdalshéraðs árið 2020.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að seinka eindaga á fasteignagjöldum sem gjaldfalla í apríl og maí fram til nóvember og desember 2020. Jafnframt verði því beint til eigenda fasteigna sem leigja út húsnæði sitt, að þeir láti leigjendur sína nóta þessa gjaldfrests, kjósi leigjendur svo.
Einnig kom fram að þjónustugjöld sveitarfélagsins verði leiðrétt í samræmi við skerta þjónustu, en frekari útfærsla liggur ekki fyrir.
Bæjarráð beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að skoðaður verði meiri sveigjanleiki á magni vegna umframsorps heimila sem skilað er á gámaplan, td. á þann veg að viðmiðunartímabil verði lengt úr einum mánuði í þrjá.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna áfram að öðrum mögulegum aðgerðum og leggja þær hugmyndir fyrir næsta fund.
7.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.