Afleiðingar og aðgerðir vegna Covid19

Málsnúmer 202003045

Atvinnu- og menningarnefnd - 100. fundur - 12.03.2020

Fyrir liggur erindi frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur, um möguleg áhrif Covid-19 veirunnar á ferðaþjónustuna, störf fyrir ungmenni ofl.

Atvinnu- og menningarnefnd lýsir yfir áhyggjum vegna mögulegra áhrifa sem Covid19 veiran getur haft á atvinnulíf og störf fólks. Nefndin beinir því til bæjarráðs að skoðaðir verði leiðir til aukinnar atvinnusköpunar fyrir ungt fólk í sumar. Starfsmaður nefndarinnar upplýsti að verið er að ljúka við gerð aðgerðaáætlunar vegna covid19 fyrir stofnanir sveitarfélagsins. Nefndin hvetur fyrirtæki í sveitarfélaginu að gera slíkt hið sama.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 508. fundur - 30.03.2020

Vísað til umræðu og afgreiðslu undir lið 6 í þessari fundargerð.