Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóps Borgarfjarðar eystri vegna landvörslu á Víknaslóðum, í Stórurð og Stapavík árið 2020.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að samningi.
Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén þar sem lagt er til að farið verði í vinnu með það að markmiði að horfa til möguleika og framtíðarþróun Egilsstaðaflugvallar. Með erindinu fylgja tillögur sem Benedikt hefur tekið saman.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að farið verði í ítarlega sviðsmyndagreiningu um möguleika á framtíðarþróun Egilsstaðaflugvallar, ferðaþjónustu og vöruflutningum. Greiningin verði til næstu tuttugu ára. Nefndin leggur til að verkefninu verði fundinn staður í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
Fyrir liggur styrkumsókn frá Stefáni Benedikt Vilhelmssyni, fyrir hönd Leikhópsins Lottu, vegna leiksýningar Leikhópsins Lottu á leikferð um Austurland - Hans klaufi, núna í mars.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 120.000 sem tekið verði af lið 0589.
Fyrir liggur bréf frá Baldri Pálssyni, fyrir hönd stjórnar Söguslóða Austurlands, um fræðasetur eða sögustofu á Fljótsdalshéraði. Málinu vísað til nefndarinnar af bæjarráði 9. mars 2020 til frekari úrvinnslu.
Atvinnu- og menningarnefnd er jákvæð verkefninu og felur starfsmanni að vera í sambandi við Söguslóðir í tengslum við verkefni sem hann er nú þegar að vinna að.
Fyrir liggur erindi frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur, um möguleg áhrif Covid-19 veirunnar á ferðaþjónustuna, störf fyrir ungmenni ofl.
Atvinnu- og menningarnefnd lýsir yfir áhyggjum vegna mögulegra áhrifa sem Covid19 veiran getur haft á atvinnulíf og störf fólks. Nefndin beinir því til bæjarráðs að skoðaðir verði leiðir til aukinnar atvinnusköpunar fyrir ungt fólk í sumar. Starfsmaður nefndarinnar upplýsti að verið er að ljúka við gerð aðgerðaáætlunar vegna covid19 fyrir stofnanir sveitarfélagsins. Nefndin hvetur fyrirtæki í sveitarfélaginu að gera slíkt hið sama.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
9.Umsókn um uppsetningu á hreindýraskúlptúr á Egilsstöðum
Fyrir liggur erindi frá Ivari Ingimarssyni og Unnari Erlingssyni þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið að fá leyfi fyrir uppsetningu á skúlptúr af hreindýri á klettana fyrir ofan tjaldsvæðið á Egilsstöðum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísaði erindinu til atvinnu- og menningarnefnd til umfjöllunar á fundi sínum 11. mars 2020.
Atvinnu- og menningarnefnd vísar málinu til valnefndar samkvæmt reglum um listaverk í eigu Fljótsdalshéraðs.
Samþykkt samhljóða og er það númer 9.