Atvinnu- og menningarnefnd

100. fundur 12. mars 2020 kl. 17:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
í upphafi fundar óskaði formaður eftir að nýtt mál væri tekið á dagskrá.
Samþykkt samhljóða og er það númer 9.

1.Landvarsla á Víknaslóðum og nágrenni 2020

Málsnúmer 201906037

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóps Borgarfjarðar eystri vegna landvörslu á Víknaslóðum, í Stórurð og Stapavík árið 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga 24.2. 2020

Málsnúmer 202002121

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 24. febrúar 2020.

Lagt fram til kynningar.

3.Hin gáttin til Íslands er Austurland

Málsnúmer 202003036

Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén þar sem lagt er til að farið verði í vinnu með það að markmiði að horfa til möguleika og framtíðarþróun Egilsstaðaflugvallar. Með erindinu fylgja tillögur sem Benedikt hefur tekið saman.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að farið verði í ítarlega sviðsmyndagreiningu um möguleika á framtíðarþróun Egilsstaðaflugvallar, ferðaþjónustu og vöruflutningum. Greiningin verði til næstu tuttugu ára. Nefndin leggur til að verkefninu verði fundinn staður í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um menningarstyrk

Málsnúmer 202002129

Fyrir liggur styrkumsókn frá Soffíu Mjöll Sæmundsdóttur Thamdrup vegna verkefnisins Stuttmynd - Lokaverkefni í menntaskóla.

Nefnin telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um menningarstyrk

Málsnúmer 202002130

Fyrir liggur styrkumsókn frá Breka Steini Mánasyni vegna verkefnisins Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Brotsjór.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um menningarstyrk

Málsnúmer 202003038

Fyrir liggur styrkumsókn frá Stefáni Benedikt Vilhelmssyni, fyrir hönd Leikhópsins Lottu, vegna leiksýningar Leikhópsins Lottu á leikferð um Austurland - Hans klaufi, núna í mars.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 120.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fræðasetur eða sögustofa á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202002137

Fyrir liggur bréf frá Baldri Pálssyni, fyrir hönd stjórnar Söguslóða Austurlands, um fræðasetur eða sögustofu á Fljótsdalshéraði.
Málinu vísað til nefndarinnar af bæjarráði 9. mars 2020 til frekari úrvinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd er jákvæð verkefninu og felur starfsmanni að vera í sambandi við Söguslóðir í tengslum við verkefni sem hann er nú þegar að vinna að.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Afleiðingar og aðgerðir vegna Covid19

Málsnúmer 202003045

Fyrir liggur erindi frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur, um möguleg áhrif Covid-19 veirunnar á ferðaþjónustuna, störf fyrir ungmenni ofl.

Atvinnu- og menningarnefnd lýsir yfir áhyggjum vegna mögulegra áhrifa sem Covid19 veiran getur haft á atvinnulíf og störf fólks. Nefndin beinir því til bæjarráðs að skoðaðir verði leiðir til aukinnar atvinnusköpunar fyrir ungt fólk í sumar. Starfsmaður nefndarinnar upplýsti að verið er að ljúka við gerð aðgerðaáætlunar vegna covid19 fyrir stofnanir sveitarfélagsins. Nefndin hvetur fyrirtæki í sveitarfélaginu að gera slíkt hið sama.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um uppsetningu á hreindýraskúlptúr á Egilsstöðum

Málsnúmer 202003022

Fyrir liggur erindi frá Ivari Ingimarssyni og Unnari Erlingssyni þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið að fá leyfi fyrir uppsetningu á skúlptúr af hreindýri á klettana fyrir ofan tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísaði erindinu til atvinnu- og menningarnefnd til umfjöllunar á fundi sínum 11. mars 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd vísar málinu til valnefndar samkvæmt reglum um listaverk í eigu Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.