Umsókn um uppsetningu á hreindýraskúlptúr á Egilsstöðum

Málsnúmer 202003022

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 128. fundur - 11.03.2020

Erindi þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið að fá leyfi fyrir uppsetningu á skúlptúr af hreindýri á klettana fyrir ofan tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að atvinnu- og menningarnefnd taki málið til umfjöllunar áður en umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur afstöðu til staðsetnigar og framkvæmdar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 100. fundur - 12.03.2020

Fyrir liggur erindi frá Ivari Ingimarssyni og Unnari Erlingssyni þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið að fá leyfi fyrir uppsetningu á skúlptúr af hreindýri á klettana fyrir ofan tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísaði erindinu til atvinnu- og menningarnefnd til umfjöllunar á fundi sínum 11. mars 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd vísar málinu til valnefndar samkvæmt reglum um listaverk í eigu Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 129. fundur - 25.03.2020

Ósk um leyfi fyrir uppsetningu á skúlptúr af hreindýri á klettana fyrir ofan tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Farið yfir niðurstöðu valnefndar. Málið var áður á dagskrá á 128. fundi umhverfis - og framkvæmdanefndar þann 11. mars sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppsetningu á hreindýri á klettum fyrir ofan tjaldsvæði á Egilsstöðum í samræmi við afgreiðslu valnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.