Fyrir liggur erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar eystra, dagsett 6. júní 2019, með beiðni um stuðning til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum og Stórurð, Stapavík og Gönguskarði sumarið 2020.
Atvinnu- og menningarnefnd vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar í haust fyrir árið 2020. Nefndin leggur til að náttúruverndarnefnd taki málið jafnframt til afgreiðslu.
Bæjarstjórn vísaði til náttúruverndarnefndar erindi sem varðar stuðning við landvörslu á Víknaslóðum, í Stórurð, Stapavík og Gönguskarði. Erindið var áður á dagskrá 13. fundar náttúruverndarnefndar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Náttúruverndarnefnd telur að brýnt sé að gera ráð fyrir landvörslu á svæðinu. Nefndin leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár geri sveitarfélagið ráð fyrir fjármunum til þess að styrkja Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóp Borgarfjarðar eystri til að sinna landvörslu 2020. Jafnframt hvetur nefndin til þess að í yfirstandandi vinnu við friðlýsingu svæðisins verði haft samráð við framangreinda aðila þegar kemur að því að ræða fyrirkomulag landvörslu á svæðinu til frambúðar.
Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóps Borgarfjarðar eystri vegna landvörslu á Víknaslóðum, í Stórurð og Stapavík árið 2020.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að samningi.
Atvinnu- og menningarnefnd vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar í haust fyrir árið 2020.
Nefndin leggur til að náttúruverndarnefnd taki málið jafnframt til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.