Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar

Málsnúmer 202003126

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 508. fundur - 30.03.2020

Farið yfir fund með fulltrúum Vegagerðarinnar sem haldinn var í síðustu viku, þar sem lega Fjarðarheiðarganga var m.a. rædd.
Bæjarráð leggur til að skipaður verði starfshópur með fulltrúum frá öllum framboðum í bæjarstjórn, sem hefði það hlutverk að móta afstöðu sveitarfélagsins varðandi legu Fjarðarheiðarganga og vegtenginga í tengslum við þau.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 312. fundur - 15.04.2020

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Björn Ármann Ólafsson í starfshóp sem móta á afstöðu sveitarfélagsins um legu Fjarðarheiðarganga og vegtenginga í tengslum við þau, í stað Hannesar Karls Hilmarssonar sem hefur óskað eftir að fá að víkja úr hópnum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.