Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

312. fundur 15. apríl 2020 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundurinn var haldinn sem fjarfundur.

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 509

Málsnúmer 2004002F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 130

Málsnúmer 2004004F

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá að bregðast við ástandi á sauðfjárveikvarnargirðingum. Þorsteinn Bergsson dýraeftirlitsmaður hjá MAST mætir á fundinn og fór yfir ástand girðinga.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fer fram á það við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að veita fé til viðgerða á varnargirðingu á svonefndri Reyðarfjarðarlínu (nr. 20 skv. auglýsingu nr. 88/2018) sem aðskilur Austfjarða- og Suðurfjarðahólf, þannig að ljúka megi þeim fyrir 15. júní 2020. Ljóst er að sjúkdómastaða sauðfjársjúkdóma í Austfjarða- og Suðurfjarðahólfi er ekki hin sama og því skylt að halda varnarlínunni við skv. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Samkvæmt sömu grein skal ríkissjóður greiða kostnað við viðhald svonefndra aðalvarnarlína og er Reyðarfjarðarlína ein þeirra.

    Bæjarstjórn bendir á auk þess að vera nauðsynleg aðgerð geti verið skynsamlegt að ráðast í verkefnið nú í ljósi atvinnuástands og að ef til vill sé unnt að skapa sumarstörf í tengslum við viðhald girðingarinnar og annarra girðinga á svæðinu.

    Verði ekki brugðist við af hálfu ráðuneytisins telur bæjarstjórn ljóst, þar sem hlutar girðingarinnar eru orðnir hættulegir búfé, villtum dýrum og fólki eins og þeir eru, að sveitarfélaginu sé þar með skylt að láta fjarlægja áðurnefnda hluta girðingarinnar á kostnað ríkissjóðs, meðal annars með vísan til 2. mgr. 8. gr. girðingarlaga nr. 135/2001.

    Sveitarfélagið harmar ef til þess þarf að koma að gripið verði til ofangreindra ráðstafana, en vegna alvarlegrar vanrækslu á viðhaldi girðingarinnar undanfarin ár, er sóttvarnagildi hennar hvort sem er ekki til staðar.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vatnslagnar fyrir starfsmannaaðstöðu og móttöku ferðamanna við Kárahnjúka.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framkvæmdaleyfi fyrir slóða að vatnsbóli, lagningu á neysluvatnslögn og starfsmannaaðstöðu við Kárahnjúka. Vakin er athygli á því að starfamannaaðstaða kann að vera háð umsögnum og leyfum frá bæði Vinnueftirliti og HAUST.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 2.10 201910174 Umsókn um lagnaleið
    Bókun fundar Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók til umræðu framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara meðfram Votahvammi, sem tengir Ártröð og Brávelli.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn lagningu ljósleiðara meðfram Votahvammi sem tengir Ártröð og Brávelli. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði háð samningi um nýtingu lands og skilmálum um legu og frágang lagna og að samningurinn verði tímabundinn með uppsagnarákvæði.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsókn um skráningu nýrra landeignar í fasteignaskrá úr landi Stórhöfða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila skráningu nýrrar landeignar og veitir jákvæða umsögn um landskipti.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 102

Málsnúmer 2004003F

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að samningi við Te og tré (Halldór Warén) um rekstur og framkvæmd Ormsteitis 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samningsdrög og felur starfsmanni nefndarinnar að gagna frá samningnum til undirritunar.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 3.3 202003114 BRAS 2020
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • 3.5 202002090 Hrein orka
    Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén um að ályktað verði um að ekki verði braskað með hreinleika orku. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. febrúar 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að beita sér fyrir því að endurgjald vegna hreinleika orku renni til þeirra sveitarfélaga, sem sannanlega geta gefið út staðfestingu á því að orkan sé framleidd í því á vistvænan, endurnýjanlegan hátt.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

4.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 88

Málsnúmer 2003021F

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.2, 4.3 og 4.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • 4.1 202003114 BRAS 2020
    Bókun fundar Afgreiðsla ungmennaráðs staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir ungmennaráði lá viðbragðsáætlun Fljótsdalshéraðs við heimsfaraldri inflúensu.
    Ungmennaráð minnir á að líklegt er að ungmenni fái ekki í jafn ríkum mæli störf í ferðaþjónustu og annarri þjónustu í ár, líkt og verið hefur, og vonar að sveitarfélagið leitist við að veita sem flestum ungmennum störf í sumar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa ábendingu ungmennaráðs til undirbúningsvinnu við aðgerðir til viðspyrnu fyrir atvinnulífið í sveitarfélaginu í kjölfar COVID-19.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • 4.3 200812035 Miðbær Egilsstaða
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að svara fyrirspurnum ungmennaráðs.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa hugmyndum að aðgerðum, sem ungmennaráð leggur til að bæjarstjórn Fljótsdalshérað taki til skoðunar, til undirbúningsvinnu við aðgerðir til viðspyrnu fyrir atvinnulífið í sveitarfélaginu í kjölfar COVID-19.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar

Málsnúmer 202003126

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Björn Ármann Ólafsson í starfshóp sem móta á afstöðu sveitarfélagsins um legu Fjarðarheiðarganga og vegtenginga í tengslum við þau, í stað Hannesar Karls Hilmarssonar sem hefur óskað eftir að fá að víkja úr hópnum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundir bæjarstjórnar 2020

Málsnúmer 202004055

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi fundardaga bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á árinu 2020, eða þangað til ný sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags tekur við.

Sérstakur aukafundur verði haldinn 24. apríl vegna aðgerða í tengslum við Covid19.

Reglulegir fundir verði sem hér segir:
6. og 20. maí
3. og 18. júní
Sumarleyfi tekið í júlí og á fyrri fundi í ágúst.
19. ágúst
2. og 16. september
7. og 21. október
4. og 18. nóvember
2. og 16. desember

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

Málsnúmer 202003096

Ræddar hugmyndir að aðgerðum, vegna Covid19, sem til skoðunar eru auk mögulegra áhrifa á rekstur og fjárhag sveitarfélagsins.

Eftirtaldir tóku til máls undir liðnum og í þessari röð:
Björn Ingimarsson, sem kynnti málið, Björg Björnsdóttir, Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Björn Ingimarsson.

Málið er áfram í vinnslu hjá bæjarráði.

8.Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfi til sölu gistingar - Gistiheimilið Fjalladýrð

Málsnúmer 202002119

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II í gistiheimilinu Fjalladýrð. Umsækjandi er Askja Kaffi ehf, forsvarsmaður Vilhjálmur Vernharðsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir stærra gistiheimili með tilliti til tilgreinds gestafjölda. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 18:30.