Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

509. fundur 06. apríl 2020 kl. 08:15 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Formaður stjórnar HEF og framkvæmdastjóri komu inn á fundinn kl. 10:00.

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fóru yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Rædd voru drög að viljayfirlýsingu milli Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs um gerð mögulegs samnings um Ormsstofu. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

2.Niðurstaða örútboðs á raforku

Málsnúmer 202002098

Kynnt niðurstaða örútboðs á raforku sem Ríkiskaup stóðu fyrir. Fram kom að kominn er á bindandi samningur milli aðila. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ganga frá nauðsynlegum formsatriðum í tengslum við gerð nýs samnings.

3.Stjórn Sambands íslenskra sveitafélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 202002016

Lagt fram til kynningar.

4.Fundur með Almannavarnardeildar RLS og sóttvarnarlækni

Málsnúmer 202004005

Lagt fram til kynningar.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017

Lagt fram til kynningar.

6.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

Málsnúmer 202003096

Guðlaugur kynnti nokkrar sviðsmyndir sem hann hefur sett upp vegna fyrirsjáanlegra breytinga bæði á tekjum og útgjöldum sveitarfélagsins.
Einnig fóru hann og Björn yfir nokkrar hugmyndir að verkefnum á vegum Fljótsdalshéraðs sem mögulega mætti fara í til að skapa störf sem unnið gætu á móti atvinnuleysi í kjölfar COVID-19 og hvaða áhrif þau gætu haft á rekstur sveitarfélagsins á árinu.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra og bæjarstjóra að vinna málið áfram út frá sviðsmynd 3.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra, í samstarfi við framkvæmdastjóra HEF, að undirbúa yfirlit yfir mögulegar framkvæmdir og fjármögnun þeirra næstu þrjú árin.

7.Ályktun frá Landssambandi eldri borgara

Málsnúmer 202004007

Bæjarráð samþykkir að vísa ábendingum um heimsendingu á aðföngum til félagsþjónustunnar til frekari skoðunar.
Varðandi ábendingar um fasteignagjöld bendir bæjarráð á að í gildi eru reglur um lækkun fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, sem hægt er að kynna sér á heimasíðu sveitarfélagsins.

8.Íþróttahreyfingin og Covid-19

Málsnúmer 202004024

Bæjarráð felur bæjarstjóra og verkefnastjóra íþrótta- og tómstundamála að kalla eftir upplýsingum frá íþróttafélögum í sveitarfélaginu varðandi stöðu þeirra og starfsemi í tengslum við COVID-19.

9.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 201709008

Gunnar Jónsson stjórnarformaður HEF og Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF mættu til fundar undir þessum lið, til að fara yfir stöðuna í verkefninu Ísland ljóstengt, sem HEF tók að sér fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fóru þeir yfir stöðu mála varðandi framgang verkefnisins í dreifbýli Fljótsdalshéraðs og samskipti þeirra við Fjarskiptasjóð varðandi fjármögnun þess og verkáætlun.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að láta gera nýja umsókn í Fjarskiptasjóð fyrir verkefnið á grundvelli breyttra forsendna.

Einnig rætt um framkvæmdaplan HEF varðandi fráveitumál og stöðuna í þeim.

10.Krabbameinsforvarnir og þjónusta við krabbameinssjúklinga

Málsnúmer 202001063

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning við Krabbameinsfélag Íslands um ráðgjöf og forvarnir gegn krabbameini á Austurlandi.
Bæjarráð fagnar því að Krabbameinsfélag Íslands skuli nú staðsetja starfsmann á Austurlandi til að sinna þessari þjónustu.

Fundi slitið - kl. 11:15.