Niðurstaða örútboðs á raforku

Málsnúmer 202002098

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 502. fundur - 24.02.2020

Fljótsdalshéraði hefur borist tillaga að vali á bjóðenda í útboði nr. 21075. Fljótsdalshéraða hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val útboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 509. fundur - 06.04.2020

Kynnt niðurstaða örútboðs á raforku sem Ríkiskaup stóðu fyrir. Fram kom að kominn er á bindandi samningur milli aðila. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ganga frá nauðsynlegum formsatriðum í tengslum við gerð nýs samnings.