Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 88

Málsnúmer 2003021F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 312. fundur - 15.04.2020

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.2, 4.3 og 4.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 202003114 BRAS 2020
    Bókun fundar Afgreiðsla ungmennaráðs staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir ungmennaráði lá viðbragðsáætlun Fljótsdalshéraðs við heimsfaraldri inflúensu.
    Ungmennaráð minnir á að líklegt er að ungmenni fái ekki í jafn ríkum mæli störf í ferðaþjónustu og annarri þjónustu í ár, líkt og verið hefur, og vonar að sveitarfélagið leitist við að veita sem flestum ungmennum störf í sumar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa ábendingu ungmennaráðs til undirbúningsvinnu við aðgerðir til viðspyrnu fyrir atvinnulífið í sveitarfélaginu í kjölfar COVID-19.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • .3 200812035 Miðbær Egilsstaða
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að svara fyrirspurnum ungmennaráðs.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa hugmyndum að aðgerðum, sem ungmennaráð leggur til að bæjarstjórn Fljótsdalshérað taki til skoðunar, til undirbúningsvinnu við aðgerðir til viðspyrnu fyrir atvinnulífið í sveitarfélaginu í kjölfar COVID-19.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.