Atvinnu- og menningarnefnd - 102

Málsnúmer 2004003F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 312. fundur - 15.04.2020

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að samningi við Te og tré (Halldór Warén) um rekstur og framkvæmd Ormsteitis 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samningsdrög og felur starfsmanni nefndarinnar að gagna frá samningnum til undirritunar.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • .3 202003114 BRAS 2020
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • .5 202002090 Hrein orka
    Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén um að ályktað verði um að ekki verði braskað með hreinleika orku. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. febrúar 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að beita sér fyrir því að endurgjald vegna hreinleika orku renni til þeirra sveitarfélaga, sem sannanlega geta gefið út staðfestingu á því að orkan sé framleidd í því á vistvænan, endurnýjanlegan hátt.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.