Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

526. fundur 14. september 2020 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir mál sem eru í vinnslu þessa dagana og kynnti stöðuna fyrir bæjarráði.
Einnig fór Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri yfir upplýsingar um útgjöld og tekjur sveitarfélagsins miðað við síðustu stöðu úr bókhaldinu.

2.Fundargerðir stjórnar HEF - 2020

Málsnúmer 202001052

Farið yfir fundargerðir 282. og 283. fundar stjórnar HEF og þær síðan lagðar fram til kynningar.

3.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202005214

Lagt fram og staðfest erindisbréf fyrir byggingarnefnd Menningarhúss á Egilsstöðum. Einnig kynnti Björn undirbúningsvinnu við framkvæmdina og möguleg næstu skref.

4.Aðalfundur Brunavarna á Austurlandi 2020

Málsnúmer 202009055

Lagt fram aðalfundarboð Brunavarna á Austurlandi, sem boðaður er á Egilsstöðum 24. september nk.
Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshérað á fundinum.

5.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806080

Bæjarráð samþykkir að eftirtaldir aðilar verði skipaðir til aðstoðar undirkjörstjórnum á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnar og heimastjórnarkosningarnar þann 19. september nk:

Jón Hávarður Jónsson, Vignir Elvar Vignisson, Ólöf Ólafsdóttir, Maríanna Jóhannsdóttir, Ingvar Skúlason, Hulda D. Jónasdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Magnhildur Björnsdóttir, Hafþór Rúnarsson, Hugborg Hjörleifsdóttir, Erlendur Steinþórsson og Brynjar Árnason.

Framangreindir aðilar sinni samskonar verkefnum og hafi sömu skyldur og kjörstjórnarfulltrúar, skv. nánari ákvörðun yfirkjörstjórnar.

6.Jafnvægisvog FKA - Jafnrétti er ákvörðun!

Málsnúmer 202009036

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir þátttöku í Jafnvægisvog FKA og felur bæjarstjóra að fylla út viljayfirlýsingu þar að lútandi.

7.Erindi frá verkefnastjóra íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála og forstöðumanni félagsmiðstöðva

Málsnúmer 202009057

Lögð fram samantekt frá verkefnastjóra íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála og forstöðumanni félagsmiðstöðva varðandi þátttöku í félagsmiðstöðvastarfi á Fljótsdalshéraði. Í samantektinni kemur fram að þátttaka í starfinu síðastliðinn vetur er umtalsvert meiri en fram kom í niðurstöðum Rannsóknar og greiningar, sem lá fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Bæjarráð þakkar fyrir greinargóða samantekt og yfirlit yfir það viðamikla starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum.

8.Áskorun samtaka íslenskra handverksbrugghúsa.

Málsnúmer 202009043

Bæjarráð beinir því til ráðherra málaflokksins og þingheims að taka þarf tillit til hagsmuna örbrugghúsa sem komið hefur verið á fót, oft í smærri byggðarlögum, og eru mikilvægur hluti af atvinnulífi og ferðaþjónustu á þeim stöðum.

9.Reglur um tilkynningu og samþykkt á rafrænum gagnasöfnum og skilum afhendingarskyldra aðila til umsagnar

Málsnúmer 201912078

Lagt fram til kynningar svar frá forstöðumanni Héraðsskjalasafns.

10.Umsókn um styrk vegna útisýningar á ljósmyndum

Málsnúmer 202009058

Fyrir liggur tölvupóstur frá Ólafi Sveinssyni, dagsettur 11. september 2020, þar sem óskað er eftir styrk vegna útisýningar á ljósmyndum eftir Skarphéðin G. Þórisson.

Bæjarráð tekur vel í erindið og leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 215.000. Bæjarráð felur starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar að finna fjármuni til verkefnisins af liðum menningarmála eða atvinnumála.

Fundi slitið - kl. 10:00.