Umsókn um styrk vegna útisýningar á ljósmyndum

Málsnúmer 202009058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 526. fundur - 14.09.2020

Fyrir liggur tölvupóstur frá Ólafi Sveinssyni, dagsettur 11. september 2020, þar sem óskað er eftir styrk vegna útisýningar á ljósmyndum eftir Skarphéðin G. Þórisson.

Bæjarráð tekur vel í erindið og leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 215.000. Bæjarráð felur starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar að finna fjármuni til verkefnisins af liðum menningarmála eða atvinnumála.