Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806080

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 277. fundur - 20.06.2018

1. Kosning, Forseti bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseti

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson sem kynnti tillögur, Hrefna Hlín Sigurðardóttir, Anna Alexandersdóttir.

1. varaforseti:
Anna Alexandersdóttir, D
2. varaforseti:
Steinar Ingi Þorsteinsson, L

Samþykkt samhljóða.

2. Kosning, Skrifarar (2 fulltrúar og 2 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Berglind Harpa Svavarsdóttir, D
Kristjana Sigurðardóttir, L

Varamenn:
Gunnhildur Ingvarsdóttir, B
Björg Björnsdóttir, L

Samþykkt samhljóða.

3. Kosning, Bæjarráð (3 aðalfulltrúar).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Anna Alexandersdóttir, formaður, D
Stefán Bogi Sveinsson, varaformaður, B
Steinar Ingi Þorsteinsson, L

Samþykkt samhljóða.

4. Kosning, Kjörstjórn (3 aðalfulltrúar og 3 til vara)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Stefán Þór Eyjólfsson
Arna Christiansen
Þórunn Hálfdánardóttir

Varamenn:
Jón Hávarður Jónsson
Vignir Elvar Vignisson
Ólöf Ólafsdóttir

Samþykkt samhljóða.

5. Kosning, 2 undirkjörstjórnir (6 aðalfulltrúar og 6 til vara)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með vísan til 3. málsgreinar 14. greinar laga nr. 5/1998 samþykkir bæjarstjórn að fresta kosningu undirkjörstjórna.

Samþykkt samhljóða.

6. Kosning, Fræðslunefnd (5 aðalfulltrúar og 5 til vara)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður, D
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, varaformaður, D
Jón Björgvin Vernharðsson, B
Leifur Þorkelsson, L
Björg Björnsdóttir, L

Varamenn:
Sigurður Gunnarsson, D
Linda Ólafsdóttir, D
Alda Ósk Harðardóttir, B
Garðar Valur Hallfreðsson, L
Arngrímur Viðar Ásgeirsson, L

Samþykkt með 8 atkvæðum, einn sat hjá (HHS).

7. Kosning, Umhverfis- og framkvæmdanefnd (5 aðalfulltrúar og 5 til vara)

Aðalmenn:
Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður, B
Benedikt Hlíðar Stefánsson, varaformaður, B
Karl Lauritzson, D
Kristjana Sigurðardóttir, L
Aðalsteinn Ásmundarson, L

Varamenn:
Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, B
Valgeir Sveinn Eyþórsson, B
Guðný Margrét Hjaltadóttir, D
Lára Vilbergsdóttir, L
Margrét Árnadóttir, L

Samþykkt með 8 atkvæðum, einn sat hjá (HHS).

8. Kosning, Atvinnu- og menningarnefnd (5 aðalfulltrúar og 5 til vara)

Aðalmenn:
Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður, B
Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, varaformaður, B
Ívar Karl Hafliðason, D
Sigrún Blöndal, L
Aron Steinn Halldórsson, L

Varamenn:
Alda Ósk Harðardóttir, B
Atli Vilhelm Hjartarson, B
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, D
Skúli Björnsson, L
Dagur Skírnir Óðinsson, L

Samþykkt með 8 atkvæðum, einn sat hjá (HHS).

9. Kosning, Félagsmálanefnd (3 aðalfulltrúar og 2 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Anna Alexandersdóttir, formaður, D
Guðmundur Bj. Hafþórsson, varaformaður, B
Gyða Dröfn Hjaltadóttir, L

Varamenn:
Sigrún Harðardóttir, D
Stefán Bogi Sveinsson, B

Samþykkt samhljóða.

10. Kosning, Íþrótta og tómstundanefnd (3 aðalfulltrúar og 3 til vara)

Aðalmenn:
Sigurður Gunnarsson formaður, D
Jónína Brynjólfsdóttir, varaformaður, B
Dagur Skírnir Óðinsson, L

Varamenn:
Eyrún Arnardóttir, D
Ásgrímur Ásgrímsson, B
Margrét Árnadóttir, L

Samþykkt samhljóða.

11. Kosning, Jafnréttisnefnd (3 aðalfulltrúar og 3 til vara)

Aðalmenn:
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir formaður, D
Einar Tómas Björnsson, varaformaður, B
Margrét Árnadóttir, L

Varamenn:
Karl Lauritzson, D
Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, B
Kristín María Björnsdóttir, L

Samþykkt samhljóða.

12. Kosning, Náttúruverndarnefnd (3 aðalfulltrúar og 3 til vara)

Aðalmenn:
Stefán Bogi Sveinsson formaður, B
Aðalsteinn Jónsson, varaformaður, D
Ruth Magnúsdóttir, L

Varamenn:
Magnús Karlsson, B
Eyrún Arnardóttir, D
Ragnhildur Rós Indriðadóttir, L

Samþykkt samhljóða.

13. Kosning, Stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella (5 aðalfulltrúar og 5 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Gunnar Jónsson, formaður, D
Ágústa Björnsdóttir, varaformaður, D
Gunnhildur Ingvarsdóttir, B
Björg Björnsdóttir, L
Jón Steinar Garðarsson Mýrdal, L

Varamenn:
Davíð Þór Sigurðarson, D
Ívar Karl Hafliðason, D
Benedikt Hlíðar Stefánsson, B
Stefán Þór Eyjólfsson, L
Steinar Ingi Þorsteinsson, L

Samþykkt með 8 atkvæðum, einn greiðir atkvæði á móti (HHS).

14. Kosning, Stjórn Ársala (1 aðalfulltrúi og 1 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmaður:
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri

Varamaður:
Stefán S. Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri

Samþykkt samhljóða.

15. Kosning, Stjórn Brunavarna á Héraði (2 aðalfulltrúar og 2 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Jónína Brynjólfsdóttir, formaður, B
Kristjana Sigurðardóttir, L

Varamenn:
Benedikt Hlíðar Stefánsson, B
Leifur Þorkelsson, L

Samþykkt samhljóða.

16. Kosning, Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands (1 aðalfulltrúi og 1 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmaður:
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri

Varamaður:
Stefán S. Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri

Samþykkt samhljóða.

17. Kosning, Almannavarnanefnd (1 aðalfulltrúi og 1 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmaður:
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri

Varamaður:
Stefán S. Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri

Samþykkt samhljóða.

18. Kosning, Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga (3 aðalfulltrúar og 3 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Anna Alexandersdóttir, D
Stefán Bogi Sveinsson, B
Steinar Ingi Þorsteinsson, L

Varamenn:
Gunnar Jónsson, D
Gunnhildur Ingvarsdóttir, B
Kristjana Sigurðardóttir, L

Samþykkt samhljóða.

19. Kosning, Landbótasjóður (3 aðalfulltrúar og 3 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Sigvaldi H. Ragnarsson, formaður, D
Björn Hallur Gunnarsson, varaformaður, B
Katrín Ásgeirsdóttir, L

Varamenn:
Guðrún Ragna Einarsdóttir, D
Sólrún Hauksdóttir, B
Stefanía Malen Stefánsdóttir, L

Samþykkt samhljóða.

20. Kosning, Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands (1 aðalfulltrúi og 1 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmaður:
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri

Varamaður:
Stefán S. Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri

Samþykkt samhljóða.

21. Kosning, Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs (2 aðalfulltrúar).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Eyrún Arnardóttir, D
Sigrún Blöndal, L

Varamenn:
Ívar Karl Hafliðason, D
Steinar Ingi Þorsteinsson, L

Samþykkt samhljóða.

22. Kosning, Aðalfundur SSA (11 aðalfulltrúar og 11 til vara)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Anna Alexandersdóttir, D
Gunnar Jónsson, D
Berglind Harpa Svavarsdóttir, D
Stefán Bogi Sveinsson, B
Gunnhildur Ingvarsdóttir, B
Steinar Ingi Þorsteinsson, L
Kristjana Sigurðardóttir, L
Björg Björnsdóttir, L
Hannes Karl Hilmarsson, M
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri
Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri

Varamenn:
Karl Lauritzson, D
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, D
Sigurður Gunnarsson, D
Guðfinna Harpa Árnadóttir, B
Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, B
Aðalsteinn Ásmundarson, L
Sigrún Blöndal, L
Dagur Skírnir Óðinsson, L
Hrefna Hlín Sigurðardóttir, M
Stefán S. Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri
Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

Samþykkt samhljóða.

23. Kosning, Stjórn Brunavarna á Austurlandi (1 aðalfulltrúi)

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs er fulltrúi sveitarfélagsins samkvæmt samþykktum félagsins.


Bókun M lista:
Hrefna Hlín Sigurðardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég mótmæli harðlega þeim vinnubrögðum að 17% atkvæða bæjarbúa séu hundsuð með svo afgerandi hætti. Ég tel að meirihlutinn sé hvorki að fara að Sveitarstjórnarlögum né samþykktum Fljótsdalshéraðs vegna skipunar í nefndir og ráð, og áskil mér rétt til að leita sérfræðiaðstoðar og eftir atvikum að taka málið upp á síðari stigum.

Miðflokkurinn tilnefnir eftirfarandi áheyrnarfulltrúa í fastanefndir Fljótsdalshéraðs í samræmi við 45. grein Sveitarstjórnarlaga:

Atvinnu- og menningarnefnd:
Gunnar Þór Sigbjörnsson, aðalamaður
Benedikt Warén, varamaður

Fræðslunefnd:
Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir, aðalmaður
Þórey Birna Jónsdóttir, varamaður

Umhverfis- og framkvæmdanefnd:
Hrefna Hlín Sigurðardóttir, aðalmaður
Sigurður Ragnarsson, varamaður

Bæjarráð:
Hannes Karl Hilmarsson

Íþrótta- og tómstundanefnd:
Þórlaug Alda Gunnarsdóttir

Jafnréttisnefnd:
Guðmunda Vala Jónasdóttir

Náttúruverndarnefnd:
Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir


Bókun B og D lista:
Niðurstaða skiptingar fulltrúa í fastanefndir sveitarfélagsins er ekki spurning um vinnubrögð heldur gildandi lög og reglur. Því er mótmælt að með nokkrum hætti hafi verið brotið gegn lögum við framkvæmd kosninga í nefndir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn beinir því til bæjarráðs að taka til skoðunar þóknanir kjörinna fulltrúa, einkum með hliðsjón af stöðu áheyrnarfulltrúa í fastanefndum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 04.07.2018

Breyting á skipan varamanns í stjórn HEF.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að Skúli Björnsson verði varamaður L-listans í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella, í stað Steinars Inga Þorsteinssonar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Aðalmenn verði: Guðfinna Harpa Árnadótir og Kjartan Róbertsson og varamenn: Karl Lauritzson og Freyr Ævarsson.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipan í heilbrigðisnefnd Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að aðalmaður verði Davíð Þór Sigurðarson og varamaður verði Benedikt Hlíðar Stefánsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipan eins fulltrúa í ráðgjafanefnd Landbótasjóðs Norður-Héraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Baldur Grétarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Tilnefning í stjórn Náttúrustofu Austurlands, einn fulltrúi og einn tilnefndur sameiginlega með Fjarðabyggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Gunnar Jónssson fulltrúa sveitarfélagsins og til vara verði Stefán Bogi Sveinsson.
Sameiginlegur fulltrúi Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar verði Líneik Anna Sævarsdóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 280. fundur - 05.09.2018

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að kjósa eftirtalda aðila sem aðal- og varamenn í undirkjörstjórnir Fljótsdalshéraðs fyrir nýhafið kjörtímabil.

Aðalmenn: Erlendur Steinþórsson, Eydís Bjarnadóttir, Sóley Garðarsdóttir, Stefán Þór Hauksson, Rannveig Árnadóttir og Agnar Sverrisson.

Varamenn: Inga Rós Unnarsdóttir, Jóhann Hjalti Þorsteinsson, Sveinn Herjólfsson, Lovísa Hreinsdóttir, Jón Jónsson og Katrín Alfa Snorradóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Sigrúnu Blöndal L-lista sem varamann í félagsmálanefnd í stað Stefáns Boga Sveinssonar B-lista.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 281. fundur - 19.09.2018

Lögð fram beiðni frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur D-lista um leyfi frá störfum sem aðalmaður í fræðslunefnd og varamaður í atvinnu- og menningarnefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fellst á beiðni Sigrúnar og veitir leyfi til 1. ágúst 2019.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að umræddan tíma verði Sigurður Gunnarsson aðalmaður í fræðslunefnd í stað Sigrúnar Hólm Þórleifsdóttur og Ágústa Björnsdóttir verði varamaður í fræðslunefnd í stað Sigurðar, sem var varamaður í nefndinni.
Einnig að Davíð Sigurðarson verði varamaður í atvinnu- og menningarnefnd í stað Sigrúnar Hólm.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 296. fundur - 05.06.2019

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að kjósa Skúla Björnsson sem aðalmann í félagsmálanefnd, í stað Gyðu Drafnar Hjaltadóttur sem beðist hefur lausnar frá stöfum í nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 476. fundur - 08.07.2019

Fyrir liggur bréf frá Steinari Inga Þorsteinssyni, þar sem hann biðst lausnar frá störfum í bæjarstjórn, bæjarráði og nefndum á vegum Fljótsdalshéraðs, þar sem hann og fjölskylda hans er að flytja úr sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir lausnarbeiðni Steinars Inga. Jafnframt samþykkir bæjarráð eftir farandi breytingar á skipan fulltrúa L-listans í ráð og nefndir sveitarfélagsins:

Stjórn Minjasafns Austurlands. Aðalmaður L-lista Sigrún Blöndal og varamaður Dagur S. Óðinsson.
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi. Aðalmaður Björg Björnsdóttir.
Svæðisráð Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Varamaður Björg Björnsdóttir.
Stjórn Endurmenntunarsjóðs Fljótsdalshéraðs. Kristjana Sigurðardóttir.

Kjöri nýs fulltrúa í bæjarráð, ásamt kjöri í embætti á vegum bæjarstjórnar er vísað til 1. fundar bæjarstjórnar í ágúst.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 298. fundur - 21.08.2019

Fyrir liggur beiðni Steinars Inga Þorsteinssonar um lausn frá störfum í bæjarstjórn og bæjarráði, ásamt embættum á vegum bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, vegna flutninga hans og fjölskyldunnar til Reykjavíkur. Bæjarráð hefur áður samþykkt lausnarbeiðni Steinars í öðrum nefndum og stjórnum á vegum Fljótsdalshéraðs og skipað fulltrúa í hans stað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina. Aðalsteinn Ásmundarson verður bæjarfulltrúi í hans stað. Gyða Dröfn Hjaltadóttir sem skipaði 7. sæti L-listans hefur ekki lengur kjörgengi vegna búferlaflutninga úr sveitarfélaginu og því verður Skúli Björnsson sem skipaði 8. sætið varabæjarfulltrúi í stað Aðalsteins.

Bæjarstjórn samþykkir að Kristjana Sigurðardóttir verði kjörin 2. varaforseti bæjarstjórnar í stað Steinars.

Þá samþykkir bæjarstjórn að Kristjana Sigurðardóttir verði aðalmaður í bæjarráði í stað Steinars, en aðal- og varabæjarfulltrúar L-lista eru varafulltrúar í bæjarráði samkvæmt gildandi samþykktum og í þeirri röð sem þeir eru kjörnir.

Einnig samþykkir bæjarstjórn að Kristjana Sigurðardóttir taki sæti Steinars sem aðalfulltrúi á Landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga og að Björg Björnsdóttir verði varamaður hennar þar.

Þá samþykkir bæjarstjórn að eftirtaldir verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á aðalfundi SSA sem aðalmenn:

Anna Alexandersdóttir, Gunnar Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Kristjana Sigurðardóttir, Björg Björnsdóttir, Aðalsteinn Ásmundarson, Hannes Karl Hilmarsson, Björn Ingimarsson og Guðlaugur Sæbjörnsson.

Til vara eru kjörnir eftirfarandi:
Karl Lauritzson, Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Guðfinna Harpa Árnadóttir, Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, Sigrún Blöndal, Dagur Skírnir Óðinsson, Skúli Björnsson, Hrefna Hlín Sigurðardóttir, Stefán Snædal Bragason og Óðinn Gunnar Óðinsson.

Bæjarstjórn þakkar Steinari Inga fyrir samstarfið og óskar honum og fjölskyldu hans heilla og velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Aron Steinn Halldórsson af L-lista hefur beðist lausnar frá störfum í atvinnu- og menningarnefnd og starfshópi um greiningu tækifæra í náttúruvernd og ferðaþjónustu á Úthéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina og að Skúli Björnsson taki sæti hans í atvinnu- og menningarnefnd og að varamaður Skúla verði Arngrímur Viðar Ásgeirsson.

Bæjarstjórn felur atvinnu- og menningarnefnd að tilnefna fulltrúa í starfshópinn í stað Arons.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 299. fundur - 04.09.2019

Guðfinna Harpa Árnadóttir, sem verið hefur formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar, hefur óskað eftir að láta af formennsku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Benedikt Hlíðar Stefánsson, sem verið hefur varaformaður umhverfis- og framkvæmdanefndar, verði formaður nefndarinnar. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Guðfinna Harpa Árnadóttir verði varaformaður nefndarinnar í stað Benedikts.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fyrir bæjarstjórn liggur að kjósa í undirkjörstjórnir. Í yfirkjörstjórn sitja eftirfarandi sem kjörnir voru af bæjarstjórn 20. júní 2018.

Stefán Þór Eyjólfsson formaður
Þórunn Hálfdanardóttir
Arna S.D. Christiansen

Til vara í yfirkjörstjórn
Ólöf Ólafsdóttir
Vignir Elvar Vignisson
Jón Hávarður Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að neðangreindir séu kjörnir í undirkjörstjórnir.

Undirkjörstjórn 1
Jón Jónsson
Rannveig Árnadóttir
Lovísa Hreinsdóttir

Til vara
Eydís Bjarnadóttir
Sveinn Herjólfsson
Þór Þorfinnsson

Undirkjörstjórn 2
Sóley Garðarsdóttir
Stefán Þór Hauksson
Agnar Sverrisson

Til vara
Kristinn Árnason
Inga Rós Unnarsdóttir
Guðný Kjartansdóttir Briem

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 301. fundur - 02.10.2019

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Sigurður Gunnarsson af D lista og óháðra verði varaformaður fræðslunefndar og að Sigrún Hólm Þórleifsdóttir af D lista og óháðra verði varamaður í fræðslunefnd.

Einnig að Sigrún Hólm Þórleifsdóttir af D lista og óháðra verði aðalmaður í atvinnu- og menningarnefnd og Ívar Karl Hafliðason af D lista og óháðra verði varamaður í nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 303. fundur - 06.11.2019

Fyrir liggur beiðni frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur um leyfi frá störfum í atvinnu- og menningarnefnd og fræðslunefnd frá 11. nóvember 2019 til 20. janúar 2020:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Sigrúnar. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að meðan Sigrún verður í leyfi verði Ívar Karl Hafliðason aðalmaður í atvinnu- og menningarnefnd og Davíð Þór Sigurðarson varamaður hans.
Einnig að Sigurður Gunnarson verði aðalmaður í fræðslunefnd og Ágústa Björnsdóttir varamaður hans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa eftirtalda aðila sem aðal- og varamenn í undirbúningsstjórn vegna sameiningar Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs.
Aðalmenn: Björn Ingimarsson, Anna Alexandersdóttir og Kristjana Sigurðardóttir.

Varamenn: Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson og Hannes Karl Hilmarsson.

Bæjarstjórn beinir því til undirbúningsstjórnar að taka til skoðunar að gefa varamönnum seturétt á fundum hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 306. fundur - 15.01.2020

Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar hefur Alda Ósk Harðardóttir verið í leyfi frá nefndastörfum og gildir það til 31. mars 2020. Hún hefur nú óskað eftir að snúa aftur úr leyfinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að áður samþykkt leyfi Öldu Óskar verði stytt þannig að því ljúki frá deginum í dag.
Alda tekur því aftur sæti sem varamaður B-lista í fræðslunefnd í stað Einars Tómasar Björnssonar sem sinnti því hlutverki meðan hún var í leyfi og sem varamaður í atvinnu- og menningarnefnd, í stað Ásdísar Helgu Bjarnadóttur, sem var varamaður B-lista meðan Alda var í leyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 501. fundur - 17.02.2020

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fulltrúi Fljótsdalshéraðs í yfirkjörstjórn við kosningu til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi, verði Stefán Þór Eyjólfsson núverandi formaður yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 515. fundur - 25.05.2020

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma á framfæri við verkefnastjóra sameiningar tillögum að fulltrúum í yfirkjörstjórn
við kosningu til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á komandi hausti.
Tillaga að skipan yfirkjörstjórnar verður á dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 316. fundur - 03.06.2020

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúar í yfirkjörstjórn við kosningu til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi 19. september verði eftirtalin:

Aðalfulltrúar:
Bjarni G. Björgvinsson Fljótsdalshéraði, Ásdís Þórðardóttir Djúpavogshreppi og Björn Aðalsteinsson Borgarfjarðarhreppi.
Varafulltrúar:
Guðni Sigmundsson Seyðisfjarðarkaupstað, Þórunn Hálfdanardóttir, Fljótsdalshéraði og Arna Christiansen Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 526. fundur - 14.09.2020

Bæjarráð samþykkir að eftirtaldir aðilar verði skipaðir til aðstoðar undirkjörstjórnum á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnar og heimastjórnarkosningarnar þann 19. september nk:

Jón Hávarður Jónsson, Vignir Elvar Vignisson, Ólöf Ólafsdóttir, Maríanna Jóhannsdóttir, Ingvar Skúlason, Hulda D. Jónasdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Magnhildur Björnsdóttir, Hafþór Rúnarsson, Hugborg Hjörleifsdóttir, Erlendur Steinþórsson og Brynjar Árnason.

Framangreindir aðilar sinni samskonar verkefnum og hafi sömu skyldur og kjörstjórnarfulltrúar, skv. nánari ákvörðun yfirkjörstjórnar.