Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

316. fundur 03. júní 2020 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari, bæjarstjóri
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir að fá að bæta einum lið á dagskrána, sem yrði þá 8. liður. Heiti hans er "Ósk um heimild til að auglýsa störf fyrir sameinað sveitarfélag".
Ekki komu fram athugasemdir við það og var liðurinn færður á dagskrá.

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 515

Málsnúmer 2005016F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 1.1.

Fundargerðin lögð fram.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 133

Málsnúmer 2005021F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Aðalsteinn Ásmundarson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 2.5. og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögum umhverfis- og framkvæmdanefndar að fjárhagsáætlun 2021 til vinnu við gerð rammaáætlunar 2021.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lágu athugasemdir Skipulagsstofnunar við breytingu á deiliskipulagi fyrir Tunguás. Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að tillaga falli ekki undir skilgreiningu um óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem aukning á byggingarmagni geti ekki talist óveruleg. Umhverfis- og framkvæmdanefnd fór yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreitt í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (AÁ)
  • Bókun fundar Fyrir liggur kynning á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016. Tillaga á vinnslustigi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemdir við breytingartillöguna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar innsent erindi. Fram kemur að umhverfis- og framkvæmdanefnd er tilbúin í samstarf með hundaeigendum um staðarval og aðstöðusköpun. Til þess að þetta geti orðið telur bæjarstjórn að eigendur hunda verði að taka fyrsta skrefið og mynda félag um rekstur svæðis. Það er jafnframt álit bæjarstjórnar að til að rekstur hundasvæðis geti gengið þurfi eigendur hunda að vera í forsvari um rekstur og umhirðu svæðisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu frá, þar sem umrædd fasteign er ekki innan stjórnsýslumarka Fljótsdalshéraðs.

    Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að upplýsa umsækjanda um hvert ber að beina beiðninni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 2.16 201910174 Umsókn um lagnaleið
    Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar fór skipulags- og byggingarfulltrúi yfir drög að málsmeðferð og samningi um legu lagna á Fljótsdalshéraði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila samningsgerð og veitir framkvæmdaleyfi í samræmi við þau gögn sem voru lögð fram á fundinum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 105

Málsnúmer 2005014F

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 63

Málsnúmer 2005022F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.1. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 4.1 og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • 4.1 201910165 Skautasvell
    Bókun fundar Fyrir liggur erindi af Betra Fljótsdalshéraði varðandi framtíðar skautasvell, mál nr.202005018, auk fyrri umræðu um skautasvell.
    Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að framtíðar skautasvell verði sett niður við Samfélagssmiðjuna, þar sem það hefur verið í vetur, og verði haft samráð við það fólk sem hefur haft frumkvæði að svellinu varðandi stærð, útfærslu og notkun á sumrin, t.d. fyrir hjólabrettaiðkun. Er svæðið auk þess kjörið til þess að þar sé byggt upp þannig að þar sé gert ráð fyrir að fólk á öllum aldri geti safnast þar saman, t.d. með því að setja niður bekki, leiktæki af ýmsu tagi og gera svæðið aðlaðandi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum til vinnslu deiliskipulags á umræddu svæði.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2021 til vinnu við gerð rammaáætlunar 2021.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 290

Málsnúmer 2005017F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 5.1, 5.2 og 5.6. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 5.1. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 5.1 og 5.6. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi liði 5.1.og 5.6. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.6. Aðalsteinn Ásmundarson, sem ræddi lið 5.1 og 5.6. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi liði 5.1 og 5.6. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 5.1 og 5.6. Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 5.6. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi liði 5.1 og 5.6 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi liði 5.1 og 5.6.

Fundargerðin lögð fram.

6.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202005214

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, Björg Björnsdóttir og Gunnhildur Ingvarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að skipa byggingarnefnd menningarhúss sem skipuð verði fulltrúum allra framboða er eiga fulltrúa í bæjarstjórn. Bæjarstjóri og skrifstofustjóri skulu starfa með nefndinni og kalla hana saman til fyrsta fundar. Þá skal nefndin kalla til samráðs forstöðumenn stofnana er tengjast munu menningarhúsinu auk yfirmanns eignasjóðs og annars starfsfólks sveitarfélagsins eftir því sem þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806080

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúar í yfirkjörstjórn við kosningu til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi 19. september verði eftirtalin:

Aðalfulltrúar:
Bjarni G. Björgvinsson Fljótsdalshéraði, Ásdís Þórðardóttir Djúpavogshreppi og Björn Aðalsteinsson Borgarfjarðarhreppi.
Varafulltrúar:
Guðni Sigmundsson Seyðisfjarðarkaupstað, Þórunn Hálfdanardóttir, Fljótsdalshéraði og Arna Christiansen Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ósk um heimild til að auglýsa störf fyrir sameinað sveitarfélag

Málsnúmer 202006009

Undirbúningsstjórn hefur óskað eftir heimild sveitarstjórna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar til að auglýsa þrjú störf í nafni sveitarfélaganna fyrir hönd sameinaðs sveitarfélags.
Tillaga er um að eitthvert sveitarfélaganna taki að sér að ganga frá ráðningum starfsmannanna, sem verði hluti af starfsmannahópi sameinaðs sveitarfélags eftir sameininguna.
Sveitarstjórnarkosningum sem fara áttu fram þann 18. apríl hefur verið frestað til 19. september vegna samkomubanns. Sú breyting hefur sett áætlanir um ráðningar starfsfólks úr skorðum. Með því að auglýsa störfin í júní og stefna að ráðningu síðsumars eða í haust má draga úr áhrifum frestunarinnar á starfsemi sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrir sitt leyti að heimila undirbúningsstjórn að auglýsa eftirfarandi störf:

.
Stjórnandi á umhverfis- og framkvæmdasviði
.
Mannauðsstjóri
.
Verkefnisstjóri stafrænnar stjórnsýslu og þjónustu

Mannauðsráðgjafa var falið að gera tillögu að starfslýsingu fyrir störfin, með hæfniskröfum. Þær lýsingar munu mynda grunn að starfsauglýsingum. Framkvæmdahópi verður síðan falið að gera tillögu að nánari útfærslu á því hvernig staðið verði að ráðningarferlinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.