Íþrótta- og tómstundanefnd - 63

Málsnúmer 2005022F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 316. fundur - 03.06.2020

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.1. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 4.1 og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201910165 Skautasvell
    Bókun fundar Fyrir liggur erindi af Betra Fljótsdalshéraði varðandi framtíðar skautasvell, mál nr.202005018, auk fyrri umræðu um skautasvell.
    Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að framtíðar skautasvell verði sett niður við Samfélagssmiðjuna, þar sem það hefur verið í vetur, og verði haft samráð við það fólk sem hefur haft frumkvæði að svellinu varðandi stærð, útfærslu og notkun á sumrin, t.d. fyrir hjólabrettaiðkun. Er svæðið auk þess kjörið til þess að þar sé byggt upp þannig að þar sé gert ráð fyrir að fólk á öllum aldri geti safnast þar saman, t.d. með því að setja niður bekki, leiktæki af ýmsu tagi og gera svæðið aðlaðandi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum til vinnslu deiliskipulags á umræddu svæði.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2021 til vinnu við gerð rammaáætlunar 2021.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.