Íþrótta- og tómstundanefnd

63. fundur 28. maí 2020 kl. 13:00 - 14:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Skautasvell

Málsnúmer 201910165

Fyrir liggur erindi af Betra Fljótsdalshéraði varðandi framtíðar skautasvell, mál nr.202005018, auk fyrri umræðu um skautasvell.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að framtíðar skautasvell verði sett niður við Samfélagssmiðjuna, þar sem það hefur verið í vetur, og verði haft samráð við það fólk sem hefur haft frumkvæði að svellinu varðandi stærð, útfærslu og notkun á sumrin, t.d. fyrir hjólabrettaiðkun. Er svæðið auk þess kjörið til þess að þar sé byggt upp þannig að þar sé gert ráð fyrir að fólk á öllum aldri geti safnast þar saman, t.d. með því að setja niður bekki, leiktæki af ýmsu tagi og gera svæðið aðlaðandi.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2021

Málsnúmer 202004145

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir 2020 ásamt gögnum frá forstöðumönnum sem heyra undir íþrótta- og tómstundanefnd.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti meðfylgjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2020 og vísar henni til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Það staðfestist hér með fundargerð er í samræmi við tölvupóst sem sendur var að fundi loknum og hefur fengið samþykkt nefndarmanna.

________________________________
Bylgja Borgþórsdóttir
Verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála

Fundi slitið - kl. 14:00.