Skautasvell

Málsnúmer 201910165

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122. fundur - 13.11.2019

Erindi frá áhugamönnum um gerð skautasvells við Blómabæ.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar áhugamönnum um skautasvell.

Umhverfis- og framkvmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili landnotkun undir skautasvell að svo stöddu. Tillagan hefur lítil sem enginn áhrif á landnotkun svæðis og er að fullu afturkræf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 58. fundur - 19.12.2019

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar framtaki þeirra íbúa sem hafa staðið að því að koma í gagnið skautasvelli í miðbæ Egilsstaða. Það er þakkar vert og til fyrirmyndar þegar íbúar taka frumkvæði og standa fyrir samfélagsverkefnum sem nýtast okkur öllum.

Nefndin bendir á að veittir eru styrkir tvisvar á ári þar sem hægt er að leita eftir stuðningi við m.a. slík verkefni.

Samþykkt samhljóða við handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 62. fundur - 30.04.2020

Fyrir liggur umræða um framtíðar skautasvell við Samfélagssmiðjuna.

Málinu er frestað til næsta fundar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 63. fundur - 28.05.2020

Fyrir liggur erindi af Betra Fljótsdalshéraði varðandi framtíðar skautasvell, mál nr.202005018, auk fyrri umræðu um skautasvell.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að framtíðar skautasvell verði sett niður við Samfélagssmiðjuna, þar sem það hefur verið í vetur, og verði haft samráð við það fólk sem hefur haft frumkvæði að svellinu varðandi stærð, útfærslu og notkun á sumrin, t.d. fyrir hjólabrettaiðkun. Er svæðið auk þess kjörið til þess að þar sé byggt upp þannig að þar sé gert ráð fyrir að fólk á öllum aldri geti safnast þar saman, t.d. með því að setja niður bekki, leiktæki af ýmsu tagi og gera svæðið aðlaðandi.

Samþykkt samhljóða.