Íþrótta- og tómstundanefnd

58. fundur 19. desember 2019 kl. 07:00 - 08:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum

Málsnúmer 201804099

Til umræðu var opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar og erindi sem barst á Jólakettinum á bæjarstjórnarbekknum og varðaði lengdan opnunartími.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir erindið og minnir á að opnunartími miðstöðvarinnar var lengdur fyrir ári síðan. Nefndinni þykir ekki ástæða til að hrófla við honum að sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skíðasvæðið í Stafdal

Málsnúmer 201808010

Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi fulltrúa Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar ásamt fulltrúa Skíðafélagsins í Stafdal.

3.Viðurkenningar fyrir íþróttafólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201905099

Fyrir liggja tilnefningar frá félögum vegna íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar kærlega fyrir þær fjölmörgu tilnefningar sem nefndinni bárust. Það er gleðiefni hversu mörgu hæfileikaríku íþróttafólki sveitarfélagið státar af.

Íþrótta- og tómstundanefnd tilnefnir þrjár konur og þrjá karla sem íbúar í sveitarfélaginu geta kosið á milli á heimasíðu Fljótsdalshéraðs frá 23. desember til og með 10. janúar.

Afhending viðurkenninga fyrir íþróttafólk ársins fer fram á fyrsta bæjarstjórnarfundi ársins 2020, þann 15. janúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skautasvell

Málsnúmer 201910165

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar framtaki þeirra íbúa sem hafa staðið að því að koma í gagnið skautasvelli í miðbæ Egilsstaða. Það er þakkar vert og til fyrirmyndar þegar íbúar taka frumkvæði og standa fyrir samfélagsverkefnum sem nýtast okkur öllum.

Nefndin bendir á að veittir eru styrkir tvisvar á ári þar sem hægt er að leita eftir stuðningi við m.a. slík verkefni.

Samþykkt samhljóða við handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 08:00.