Atvinnu- og menningarnefnd

105. fundur 25. maí 2020 kl. 17:00 - 19:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Dagur Skírnir Óðinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2021

Málsnúmer 202004095

Fyrir liggja gögn er varða gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2021. Á fundinn undir þessum lið mætti forstöðufólk stofnana sem undir nefndina heyra, þær Bára Stefánsdóttir, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Jóhanna Hafliðadóttir, Ragnhildur Ásvaldsdóttir.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2021 og vísar henni til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Vefmyndavélar

Málsnúmer 202005146

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 15. maí 2020, frá Jónínu Brynjólfsdóttur hjá Austurbrú, með ósk um samstarf sveitarfélaga um uppsetningu vefmyndavéla.

Starfsmanni falið að afla frekari upplýsinga um verkefnið og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Lifandi tónlist á veitingahúsum í sumar; Iðandi líf á Egilsstöðum

Málsnúmer 202005176

Fyrir liggur erindi, dagsett 20. maí 2020, frá Þjónustusamfélaginu á Héraði, þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið Lifandi tónlist á veitingahúsum í sumar; Iðandi líf á Egilsstöðum.

Atvinnu- og menningarnefnd er jákvæð fyrir verkefninu og felur starfsmanni að kalla eftir nánari útfærslu á því og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga 11. maí 2020

Málsnúmer 202005166

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 11. maí 2020.

Fundi slitið - kl. 19:00.