Fyrir liggur erindi, dagsett 20. maí 2020, frá Þjónustusamfélaginu á Héraði, þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið Lifandi tónlist á veitingahúsum í sumar; Iðandi líf á Egilsstöðum.
Atvinnu- og menningarnefnd er jákvæð fyrir verkefninu og felur starfsmanni að kalla eftir nánari útfærslu á því og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fyrir liggur erindi, dagsett 20. maí 2020, frá Þjónustusamfélaginu á Héraði, þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið Lifandi tónlist á veitingahúsum í sumar; Iðandi líf á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 25. maí 2020.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt að hámarki kr. 300.000 sem tekið verði af lið 1369. Starfsmanni falið að kynna nánari útfærslur fyrir umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.
Atvinnu- og menningarnefnd er jákvæð fyrir verkefninu og felur starfsmanni að kalla eftir nánari útfærslu á því og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.