Atvinnu- og menningarnefnd

106. fundur 08. júní 2020 kl. 17:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Dagur Skírnir Óðinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fundargerð starfshóps um Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 201911016

Fyrir liggur fundargerð starfshóps um verkefnið C9 Náttúruvernd og efling byggða, Úthéraðsverkefni, frá 28. maí 2020.


Þar kemur m.a. fram að fyrirhugað er að halda opinn stefnumótunar- og samráðsfund í ágúst eða september í Hjaltalundi um verkefnið.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.Lifandi tónlist á veitingahúsum í sumar; Iðandi líf á Egilsstöðum

Málsnúmer 202005176

Fyrir liggur erindi, dagsett 20. maí 2020, frá Þjónustusamfélaginu á Héraði, þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið Lifandi tónlist á veitingahúsum í sumar; Iðandi líf á Egilsstöðum.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 25. maí 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt að hámarki kr. 300.000 sem tekið verði af lið 1369. Starfsmanni falið að kynna nánari útfærslur fyrir umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum á tímum Covid 19

Málsnúmer 202005034

Fyrir liggur tölvupóstur frá Austurför, dagsettur 6. maí 2020, þar sem er óskað eftir að Austurför fái afnot af svæðinu innan við skattstofuna og syðsta hluta gamla tjaldsvæðisins þar fyrir vestan. Þetta er vegna þeirra takamarkana um fjölda gesta og nálægðarmörk sem sett hafa verið vegna Covid 19. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið aðstoði við að koma fyrir bráðabirgða hreinlætisaðstöðu á þessu svæði sem og rafmagni.
Einnig liggur fyrir áætlun um mögulegan kostnað vegna verkefnisins.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 25. maí 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Austurför fái til afnota umrædd svæði í allt að sex vikur í sumar. Einnig að sveitarfélagið greiði fyrir að sett verði upp tímabundin salernisaðstaða á svæðinu með framlagi allt að kr. 250.000 sem tekinn verði af lið 1368.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Vefmyndavélar

Málsnúmer 202005146

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 15. maí 2020, frá Jónínu Brynjólfsdóttur hjá Austurbrú, með ósk um samstarf sveitarfélaga um uppsetningu vefmyndavéla.
Einnig liggja frekari gögn um málið.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 25. maí 2020.

Starfsmaður nefndar lagði fram tillögur um leiðir sem færar eru þannig að mögulegt sé að fylgjast með svæðum á Héraði í gegnum vefmyndavélar.
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að ganga til samninga við eigendur vélanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2020

Málsnúmer 202006023

Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna 11. júní. Einnig samþykktir og ársreikningur.

Lagt fram til kynningar.

6.Gagnaver

Málsnúmer 202002089

Fyrir liggja frá Landsneti upplýsingar um flutningsgetu og öryggi á afhendingu á raforku inn á Fljótsdalshérað, dagsettar 5. júní 2020.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. febrúar 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að senda Landsneti frekari spurningar varðandi raforkuöryggi og flutningsgetu inn á svæðið,í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.