Gagnaver

Málsnúmer 202002089

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 99. fundur - 24.02.2020

Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén um að skipa þriggja manna nefnd til að endurskoða og yfirfara gögn um gagnaver á Héraði og gera tillögu um framhald slíks verkefnis.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir upplýsingum frá Landsneti um flutningsgetu og öryggi á afhendingu raforku til svæðisins í ljósi umræðu um ýmis tækifæri til atvinnuuppbyggingar, m.a. gagnaveri.
Nefndin vísar jafnframt til fyrri bókunar frá 21. janúar 2019 um að við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði skoðuð möguleg svæði fyrir gagnaver.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 106. fundur - 08.06.2020

Fyrir liggja frá Landsneti upplýsingar um flutningsgetu og öryggi á afhendingu á raforku inn á Fljótsdalshérað, dagsettar 5. júní 2020.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. febrúar 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að senda Landsneti frekari spurningar varðandi raforkuöryggi og flutningsgetu inn á svæðið,í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 107. fundur - 24.08.2020

Fyrir liggja svör Landsnets, dagsett 14. júlí 2020, við spurningum nefndarinnar um flutningsgetu og öryggi á afhendingu á raforku inn á Fljótsdalshérað.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 8. júní 2020.

Atvinnu- og menningarmálanefnd Fljótsdalshéraðs þakkar greinagóð svör Landsnets og leggur jafnframt til viðræður, milli Landsnets og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, um tímasetningu einstakra framkvæmdaliða.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.