Atvinnu- og menningarnefnd

99. fundur 24. febrúar 2020 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Dagur Skírnir Óðinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2020

Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að gera starfsáætlun nefndarinnar fyrir 2020. Málið var á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi starfsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Flutningsjöfnunarsjóður

Málsnúmer 202002032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur um flutningsjöfnunarsjóð. Málið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli atvinnurekenda á að kynna sér Flutningsjöfnunarsjóð sem hýstur er hjá Byggðastofnun. En hlutverk sjóðsins er að styrkja framleiðslufyrirtæki sem búa við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Minnisvarðar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202002088Vakta málsnúmer

Fyrir liggur listi um minnismerki og -vörður í sveitarfélaginu.

Starfsmanni falið að taka saman upplýsingar um minnismerki í sveitarfélaginu m.a. með tilliti til ástands þeirra og aðgengis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Gagnaver

Málsnúmer 202002089Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén um að skipa þriggja manna nefnd til að endurskoða og yfirfara gögn um gagnaver á Héraði og gera tillögu um framhald slíks verkefnis.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir upplýsingum frá Landsneti um flutningsgetu og öryggi á afhendingu raforku til svæðisins í ljósi umræðu um ýmis tækifæri til atvinnuuppbyggingar, m.a. gagnaveri.
Nefndin vísar jafnframt til fyrri bókunar frá 21. janúar 2019 um að við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði skoðuð möguleg svæði fyrir gagnaver.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Hrein orka

Málsnúmer 202002090Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén um að ályktað verði um að ekki verði braskað með hreinleika orku.

Nefndin telur sig ekki hafa nægar upplýsingar um málið til að taka afstöðu til þess að svo stöddu. Málið að öðru leyti í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.