Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén um að ályktað verði um að ekki verði braskað með hreinleika orku. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. febrúar 2020.
Atvinnu- og menningarnefnd skorar á bæjarstjórn að beita sér fyrir því að endurgjald vegna hreinleika orku renni til þeirra sveitarfélaga, sem sannanlega geta gefið út staðfestingu á því að orkan sé framleidd í því á vistvænan, endurnýjanlegan hátt.
Nefndin telur sig ekki hafa nægar upplýsingar um málið til að taka afstöðu til þess að svo stöddu. Málið að öðru leyti í vinnslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.