Ósk um heimild til að auglýsa störf fyrir sameinað sveitarfélag

Málsnúmer 202006009

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 316. fundur - 03.06.2020

Undirbúningsstjórn hefur óskað eftir heimild sveitarstjórna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar til að auglýsa þrjú störf í nafni sveitarfélaganna fyrir hönd sameinaðs sveitarfélags.
Tillaga er um að eitthvert sveitarfélaganna taki að sér að ganga frá ráðningum starfsmannanna, sem verði hluti af starfsmannahópi sameinaðs sveitarfélags eftir sameininguna.
Sveitarstjórnarkosningum sem fara áttu fram þann 18. apríl hefur verið frestað til 19. september vegna samkomubanns. Sú breyting hefur sett áætlanir um ráðningar starfsfólks úr skorðum. Með því að auglýsa störfin í júní og stefna að ráðningu síðsumars eða í haust má draga úr áhrifum frestunarinnar á starfsemi sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrir sitt leyti að heimila undirbúningsstjórn að auglýsa eftirfarandi störf:

.
Stjórnandi á umhverfis- og framkvæmdasviði
.
Mannauðsstjóri
.
Verkefnisstjóri stafrænnar stjórnsýslu og þjónustu

Mannauðsráðgjafa var falið að gera tillögu að starfslýsingu fyrir störfin, með hæfniskröfum. Þær lýsingar munu mynda grunn að starfsauglýsingum. Framkvæmdahópi verður síðan falið að gera tillögu að nánari útfærslu á því hvernig staðið verði að ráðningarferlinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.