Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Sóley Valdimarsdóttir tóku þátt í fundinum undir liðum 1-2. Guðmunda Vala Jónasdóttir, tók einnig þátt í fundinum undir lið 2. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir auk Ruthar Magnúsdóttur, skólastjóra Egilsstaðaskóla, tóku þátt í fundinum undir liðum 3-4. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla Drífa Sigurðardóttir og Tryggvi Hermannsson, auk Sóleyjar Þrastardóttur, skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum tóku þátt i fundinum undir lið 5.
1.Sameiginlegt erindi frá foreldraráðum leikskóla Fljótsdalshéraðs
Sóley Valdimarsdóttir - fulltrúi foreldra leikskólabarna, kynnti erindið sem varðar hlutfall systkinaafsláttar, upphæð leikskólagjalda og möguleika á samtengingu systkinaafsláttar milli leikskóla og Frístundar. Jafnframt er í erindinu bent á mikilvægi þess að auglýsa eftir leikskólakennurum til starfa sem víðast til að auka hlutfall starfandi leikskólakennara á leikskólunum.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að þau atriði sem foreldrar vekja athygli á í erindinu verði tekin til frekari skoðunar í haust við endanlega afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2021.
Fræðslustjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir leikskóla Fljótsdalshéraðs. Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrá leikskóla 2021 verði hækkuð um 2.5%. Fjárhagsáætlun leikskóla með þeirri hækkun leikskólagjalda vísað til heildarafgreiðslu fræðslumála undir lið 6 á dagskrá fundarins.
Samþykkt með nafnakalli með 3 atkvæðum (BHS, SG, SHÞ) 1 á móti (LÞ) og 1 situr hjá (GVH).
3.Fundargerð skólaráðs Egilsstaðaskóla 14. maí 2020
Fræðslustjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir grunnskóla Fljótsdalshéraðs. Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrár Frístundar og fæðisliða sem innheimtir eru í grunnskólunum á árinu 2021 verði hækkaðar um 2.5%. Fjárhagsáætlun grunnskóla með þeirri hækkun gjaldskráa vísað til heildarafgreiðslu fræðslumála undir lið 6 á dagskrá fundarins.
Fræðslustjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs. Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrá tónlistarskóla frá og með skólaárinu 2020-2021 verði hækkuð um 2.5%. Fjárhagsáætlun tónlistarskóla með þeirri hækkun tónlistarskólagjalda vísað til heildarafgreiðslu fræðslumála undir lið 6 á dagskrá fundarins.
Fræðslustjóri fór yfir meginliði fjárhagsáætlunar fræðslusviðs 2021. Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrá skólamötuneytis verði hækkuð um 2,5% frá áramótum 2021. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir fræðslusvið 2021 með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið í liðum 2, 4 og 5 á fundinum og vísar henni þannig til bæjarráðs.
Samþykkt með nafnakalli með 3 atkvæðum (BHS, SG, SHÞ), 1 á móti (LÞ) og 1 situr hjá (GVH).