Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

290. fundur 26. maí 2020 kl. 16:00 - 18:02 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
  • Garðar Valur Hallfreðsson varamaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Sóley Valdimarsdóttir tóku þátt í fundinum undir liðum 1-2. Guðmunda Vala Jónasdóttir, tók einnig þátt í fundinum undir lið 2. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir auk Ruthar Magnúsdóttur, skólastjóra Egilsstaðaskóla, tóku þátt í fundinum undir liðum 3-4. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla Drífa Sigurðardóttir og Tryggvi Hermannsson, auk Sóleyjar Þrastardóttur, skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum tóku þátt i fundinum undir lið 5.

1.Sameiginlegt erindi frá foreldraráðum leikskóla Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202005177Vakta málsnúmer

Sóley Valdimarsdóttir - fulltrúi foreldra leikskólabarna, kynnti erindið sem varðar hlutfall systkinaafsláttar, upphæð leikskólagjalda og möguleika á samtengingu systkinaafsláttar milli leikskóla og Frístundar. Jafnframt er í erindinu bent á mikilvægi þess að auglýsa eftir leikskólakennurum til starfa sem víðast til að auka hlutfall starfandi leikskólakennara á leikskólunum.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að þau atriði sem foreldrar vekja athygli á í erindinu verði tekin til frekari skoðunar í haust við endanlega afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2021.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

2.Fjárhagsáætlun leikskóla Fljótsdalshéraðs 2021

Málsnúmer 202005072Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir leikskóla Fljótsdalshéraðs. Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrá leikskóla 2021 verði hækkuð um 2.5%. Fjárhagsáætlun leikskóla með þeirri hækkun leikskólagjalda vísað til heildarafgreiðslu fræðslumála undir lið 6 á dagskrá fundarins.

Samþykkt með nafnakalli með 3 atkvæðum (BHS, SG, SHÞ) 1 á móti (LÞ) og 1 situr hjá (GVH).

3.Fundargerð skólaráðs Egilsstaðaskóla 14. maí 2020

Málsnúmer 202005179Vakta málsnúmer

Ruth Magnúsdóttir, kynnti fundargerð skólaráðs Egilsstaðaskóla frá 14. maí sl.

Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun grunnskóla Fljótsdalshéraðs 2021

Málsnúmer 202005066Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir grunnskóla Fljótsdalshéraðs. Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrár Frístundar og fæðisliða sem innheimtir eru í grunnskólunum á árinu 2021 verði hækkaðar um 2.5%. Fjárhagsáætlun grunnskóla með þeirri hækkun gjaldskráa vísað til heildarafgreiðslu fræðslumála undir lið 6 á dagskrá fundarins.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

5.Fjárhagsáætlun tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs 2021

Málsnúmer 202005073Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs. Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrá tónlistarskóla frá og með skólaárinu 2020-2021 verði hækkuð um 2.5%. Fjárhagsáætlun tónlistarskóla með þeirri hækkun tónlistarskólagjalda vísað til heildarafgreiðslu fræðslumála undir lið 6 á dagskrá fundarins.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

6.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2021

Málsnúmer 202005182Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri fór yfir meginliði fjárhagsáætlunar fræðslusviðs 2021. Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrá skólamötuneytis verði hækkuð um 2,5% frá áramótum 2021. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir fræðslusvið 2021 með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið í liðum 2, 4 og 5 á fundinum og vísar henni þannig til bæjarráðs.

Samþykkt með nafnakalli með 3 atkvæðum (BHS, SG, SHÞ), 1 á móti (LÞ) og 1 situr hjá (GVH).

7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:02.