Fjárhagsáætlun leikskóla Fljótsdalshéraðs 2021

Málsnúmer 202005072

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 12.05.2020

Sigríður Herdís Pálsdóttir, vakti máls á fyrri umræðu um mikilvægi þess að ráðinn verði sameiginlegur húsvörður við leikskólana og óskaði eftir því að horft verði til þess við endanlega afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Fræðslunefnd óskar eftir að bæjarráð taki málið til skoðunar og mótaðar verði skýrar og einfaldar leiðir til að tryggja markvissar ákvarðandir um framkvæmd bæði minni og stærri viðhaldsverkefna á húsnæði sem rúmar stofnanir sveitarfélagsins. Fræðslunefnd óskar eftir að formaður og fræðslustjóri fái tækifæri til að fylgja málinu eftir hjá bæjarráði.

Einnig var minnt á ósk leikskólanna um að fá aftur tækifæri til að halda þá starfsmannafundi sem teknir voru af leikskólunum 2008, en óskað er eftir að leikskólarnir hafi tækifæri til að halda 10 starfsmannafundi á ári í stað fjögurra nú.

Fjárhagsáætluninni vísað til heildaráætlunar fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 290. fundur - 26.05.2020

Fræðslustjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir leikskóla Fljótsdalshéraðs. Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrá leikskóla 2021 verði hækkuð um 2.5%. Fjárhagsáætlun leikskóla með þeirri hækkun leikskólagjalda vísað til heildarafgreiðslu fræðslumála undir lið 6 á dagskrá fundarins.

Samþykkt með nafnakalli með 3 atkvæðum (BHS, SG, SHÞ) 1 á móti (LÞ) og 1 situr hjá (GVH).