Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

289. fundur 12. maí 2020 kl. 16:00 - 19:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Björg Björnsdóttir aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Sóley Valdimarsdóttir, tóku þátt í fundinum undir liðum 1-4. Guðmunda Vala Jónasdóttir, skólastjóri Hádegishöfða, tók þátt í þeim fundarliðum sem varða hennar skóla sérstaklega. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Hjarðar og Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir tóku þátt í fundinum undir liðum 5-8. Skólastjórar grunnskólanna tóku jafnframt þátt í þeim liðum sem snúa að þeirra skólum sérstaklega. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir og Tryggvi Hermannsson sátu fundinn undir liðum 8-11. Auk þeirra tók Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum, þátt í fundinum undir þeim liðum sem varða hennar skóla sérstaklega.

1.Innritun í leikskóla 2020

Málsnúmer 202005080

Fræðslustjóri fór yfir stöðu mála eftir að innritað hefur verið í leikskóla þetta vorið. Fram kom jafnframt að þeir dagforeldrar sem eru starfandi núna hyggjast starfa áfram næsta vetur.

Lagt fram til kynningar.

2.Skóladagatal Hádegishöfða 2020-2021

Málsnúmer 202005074

Guðmunda Vala Jónasdóttir kynnti fyrirliggjandi drög að skoladagatali Hádegishöfða 2020-2021 sem hafa verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatalið.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

3.Skóladagatal Tjarnarskógar 2020-2021

Málsnúmer 202005075

Sigríður Herdís Pálsdóttir kynnti fyrirliggjandi drög að skóladagatali Tjarnarskógar 2020-2021 sem hafa verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði. Við kynningu á skóladagatalinu fyrir foreldraráði vakti ráðið máls á hvort stefnt væri að því að hafa leikskóla sveitarfélagsins lokaða milli jóla- og nýárs, eins og sum sveitarfélög hafi tekið upp. Nefndin vísar því til nýrrar sveitarstjórnar að taka afstöðu til þessa atriðis.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatalið.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

4.Fjárhagsáætlun leikskóla Fljótsdalshéraðs 2021

Málsnúmer 202005072

Sigríður Herdís Pálsdóttir, vakti máls á fyrri umræðu um mikilvægi þess að ráðinn verði sameiginlegur húsvörður við leikskólana og óskaði eftir því að horft verði til þess við endanlega afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Fræðslunefnd óskar eftir að bæjarráð taki málið til skoðunar og mótaðar verði skýrar og einfaldar leiðir til að tryggja markvissar ákvarðandir um framkvæmd bæði minni og stærri viðhaldsverkefna á húsnæði sem rúmar stofnanir sveitarfélagsins. Fræðslunefnd óskar eftir að formaður og fræðslustjóri fái tækifæri til að fylgja málinu eftir hjá bæjarráði.

Einnig var minnt á ósk leikskólanna um að fá aftur tækifæri til að halda þá starfsmannafundi sem teknir voru af leikskólunum 2008, en óskað er eftir að leikskólarnir hafi tækifæri til að halda 10 starfsmannafundi á ári í stað fjögurra nú.

Fjárhagsáætluninni vísað til heildaráætlunar fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

5.Afgreiðsla leyfisbeiðna grunnskólakennara

Málsnúmer 202005077

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögur um afgreiðslu leyfisbeiðna grunnskólakennara.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

6.Þróun kennsluhátta í ljósi reynslu frá samfélagslegri stöðu 2020

Málsnúmer 202005076

Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir kynnti erindið fyrir hönd skólastjórnenda. Reynslan af þeim kennsluháttum sem kennarar og nemendur þurftu að tileinka sér við breyttar aðstæður í samkomubanni er afar jákvæð og skólarnir hafa mikinn áhuga á að tryggja áframhaldandi þróun þess verklags enda er bæði reynsla og afstaða bæði kennara og nemenda jákvæð. Það sem það vantar til að hægt að sé að fylgja málum eftir að öllu leyti snýr ekki síst að úrbótum og viðbótum á tæknimálum. Nú er lag að taka afgerandi skref í þróun kennsluhátta til framtíðar.

Fræðslunefnd vísar til fyrri afgreiðslu nefndarinnar frá 21. janúar sl. og hvetur undirbúningsnefnd fyrir sameiningu sveitarfélaganna fjögurra að setja þetta mál í algjöran forgang.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

7.Fjárhagsáætlun grunnskóla Fljótsdalshéraðs 2021

Málsnúmer 202005066

Ruth Magnúsdóttir vakti máls á þeirri staðreynd að enn er skipulag og framkvæmd við skólalóð Egilsstaðaskóla ófrágengið. Hún vakti einnig máls á aðstöðuleysi fyrir hjólafólk, bæði starfsfólk og nemendur, og vísaði í því sambandi til bókunar bæjarstjórnar frá 6. maí sl. Ruth benti á ýmis atriði sem varða framkvæmdir við Egilsstaðaskóla og taldi að skilvirkni vegna viðhalds og framkvæmdaverkefna þyrfti að vera meiri. Fræðslunefnd ítrekar í þessu sambandi bókun undir lið 4 hér fyrir framan.

Fjárhagsætluninni vísað til endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

8.Húsnæðismál Fellaskóla og Tónlistarskólans í Fellabæ

Málsnúmer 202005078

Anna Birna Einarsdóttir og Drífa Sigurðardóttir fylgdu eftir erindinu en báðar hafa lagt fram skriflega greinargerð vegna málsins. Drífa vísaði til afdráttarlausrar bókunar umhverfis- og framkvæmdanefndar á síðasta fundi nefndarinnar sem úrskurðaði rýmin í kjallara Fellaskóla óhæf sem kennsluhúsnæði. Fræðslunefnd gerir kröfur um að umhverfis- og framkvæmdanefnd geri tillögu um hvernig skuli bregðast við ef húsnæði tónlistarskólans í kjallara er ekki metið hæft sem kennsluhúsnæði.

Björg Björnsdóttir minnti á niðurstöður starfshóps um húsnæði skólanna þar sem beðið var um að lagt yrði frummat á kostnað við að byggja þá hæð ofan á húsnæði Fellaskóla sem frá upphafi var fyrirhuguð. Fræðslunefnd óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu þess máls.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

9.Fjárhagsáætlun tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs 2021

Málsnúmer 202005073

Fræðslunefnd vísar fjárhagsáætluninni til endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

10.Skóladagatal Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2020-2021

Málsnúmer 202005079

Sóley Þrastardóttir kynnti fyrirliggjandi drög að skóladagatali Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki skólans sem hefur samþykkt það.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatalið.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

11.Skóladagatal Tónlistarskólans í Fellabæ 2020-2021

Málsnúmer 202005081

Drífa Sigurðardóttir kynnti fyrirliggjandi drög að skóladagatali Tónlistarskólans í Fellabæ. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki skólans sem hefur samþykkt það.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatalið.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

12.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:25.