Innritun í leikskóla 2020

Málsnúmer 202005080

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 12.05.2020

Fræðslustjóri fór yfir stöðu mála eftir að innritað hefur verið í leikskóla þetta vorið. Fram kom jafnframt að þeir dagforeldrar sem eru starfandi núna hyggjast starfa áfram næsta vetur.

Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 291. fundur - 25.08.2020

Fræðslustjóri og leikskólastjórar kynntu málið, en eftir aðalúthlutun leikskólaplássa sl. vor hafa borist nokkrar umsóknir sem ekki hefur verið unnt að bregðast við. Fram kom í máli leikskólastjóranna að ekki er mögulegt að gera ráð fyrir fleiri börnum í húsnæði leikskólanna tveggja á Egilsstöðum og í Fellabæ og því er verið að skoða hvort unnt sé að finna húsnæði sem nýta mætti fyrir viðbótardeild fyrir leikskólabörn til að mæta þeirri viðbótareftirspurn eftir leikskólaplássum sem hefur myndast.

Fræðslunefnd leggur til að kannað verði hvort hægt sé að finna hentugt húsnæði sem gæti þjónað hlutverki leikskólahúsnæðis til skamms tíma. Jafnframt leggur nefndin áherslu á þó gert sé ráð fyrir viðbótarleikskóladeild í nýjum leikskóla í Fellabæ, mun það duga skammt til að tryggja varanlega langtímaþörf fyrir leikskólarými í sveitarfélaginu. Því verði strax farið að hefja undirbúning að framkvæmd við leikskóla á Suðursvæðinu á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.