Húsnæðismál Fellaskóla og Tónlistarskólans í Fellabæ

Málsnúmer 202005078

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 12.05.2020

Anna Birna Einarsdóttir og Drífa Sigurðardóttir fylgdu eftir erindinu en báðar hafa lagt fram skriflega greinargerð vegna málsins. Drífa vísaði til afdráttarlausrar bókunar umhverfis- og framkvæmdanefndar á síðasta fundi nefndarinnar sem úrskurðaði rýmin í kjallara Fellaskóla óhæf sem kennsluhúsnæði. Fræðslunefnd gerir kröfur um að umhverfis- og framkvæmdanefnd geri tillögu um hvernig skuli bregðast við ef húsnæði tónlistarskólans í kjallara er ekki metið hæft sem kennsluhúsnæði.

Björg Björnsdóttir minnti á niðurstöður starfshóps um húsnæði skólanna þar sem beðið var um að lagt yrði frummat á kostnað við að byggja þá hæð ofan á húsnæði Fellaskóla sem frá upphafi var fyrirhuguð. Fræðslunefnd óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu þess máls.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.