Þróun kennsluhátta í ljósi reynslu frá samfélagslegri stöðu 2020

Málsnúmer 202005076

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 12.05.2020

Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir kynnti erindið fyrir hönd skólastjórnenda. Reynslan af þeim kennsluháttum sem kennarar og nemendur þurftu að tileinka sér við breyttar aðstæður í samkomubanni er afar jákvæð og skólarnir hafa mikinn áhuga á að tryggja áframhaldandi þróun þess verklags enda er bæði reynsla og afstaða bæði kennara og nemenda jákvæð. Það sem það vantar til að hægt að sé að fylgja málum eftir að öllu leyti snýr ekki síst að úrbótum og viðbótum á tæknimálum. Nú er lag að taka afgerandi skref í þróun kennsluhátta til framtíðar.

Fræðslunefnd vísar til fyrri afgreiðslu nefndarinnar frá 21. janúar sl. og hvetur undirbúningsnefnd fyrir sameiningu sveitarfélaganna fjögurra að setja þetta mál í algjöran forgang.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.