Fjárhagsáætlun grunnskóla Fljótsdalshéraðs 2021

Málsnúmer 202005066

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 12.05.2020

Ruth Magnúsdóttir vakti máls á þeirri staðreynd að enn er skipulag og framkvæmd við skólalóð Egilsstaðaskóla ófrágengið. Hún vakti einnig máls á aðstöðuleysi fyrir hjólafólk, bæði starfsfólk og nemendur, og vísaði í því sambandi til bókunar bæjarstjórnar frá 6. maí sl. Ruth benti á ýmis atriði sem varða framkvæmdir við Egilsstaðaskóla og taldi að skilvirkni vegna viðhalds og framkvæmdaverkefna þyrfti að vera meiri. Fræðslunefnd ítrekar í þessu sambandi bókun undir lið 4 hér fyrir framan.

Fjárhagsætluninni vísað til endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 290. fundur - 26.05.2020

Fræðslustjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir grunnskóla Fljótsdalshéraðs. Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrár Frístundar og fæðisliða sem innheimtir eru í grunnskólunum á árinu 2021 verði hækkaðar um 2.5%. Fjárhagsáætlun grunnskóla með þeirri hækkun gjaldskráa vísað til heildarafgreiðslu fræðslumála undir lið 6 á dagskrá fundarins.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.