Sameiginlegt erindi frá foreldraráðum leikskóla Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202005177

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 290. fundur - 26.05.2020

Sóley Valdimarsdóttir - fulltrúi foreldra leikskólabarna, kynnti erindið sem varðar hlutfall systkinaafsláttar, upphæð leikskólagjalda og möguleika á samtengingu systkinaafsláttar milli leikskóla og Frístundar. Jafnframt er í erindinu bent á mikilvægi þess að auglýsa eftir leikskólakennurum til starfa sem víðast til að auka hlutfall starfandi leikskólakennara á leikskólunum.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að þau atriði sem foreldrar vekja athygli á í erindinu verði tekin til frekari skoðunar í haust við endanlega afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2021.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.